Segir af sér sem forseti eftir að hafa sagt að konur tali of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 07:30 Yoshiro Mori hefur unnið í mörg ár að undirbúningi Ólympíuleikanna í Tókýó en stígur nú til hliðar nokkrum mánuðum fyrir leikanna. AP/Kim Kyung-hoon Yoshiro Mori, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur ákveðið að segja af sér aðeins nokkum mánuðum fyrir leikana. Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram í fyrra en var frestað til næsta sumars vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru ummæli Yoshiro Mori um konur sem hafa vakið upp það sterk viðbrögð og mikla óánægju að hann er nauðbeygður til að segja af sér. Tokyo 2020 president Mori resigns after sexist remarks https://t.co/vxOCV6jrYm pic.twitter.com/HOZocdpHJ5— Reuters (@Reuters) February 12, 2021 Hann er 83 ára gamall og hefur verið þekktur fyrir misgáfuleg ummæli í gegnum tíðina. Yoshiro Mori lét þau orð falla í viðtali við japanskan fjölmiðil að að ef fjölga ætti konum í undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna þá þyrfti að takmarka tímann sem þær fá að tala því þær töluðu of mikið á fundum. Ummælin hafa skiljanlega vakið upp mikla reiði og mótmæli í Japan. Nú er orðið ljóst að eina leiðin fyrir Yoshiro Mori var að segja þetta gott. Tokyo Games head Mori offers resignation https://t.co/4mMvuzLF6h— NHK WORLD News (@NHKWORLD_News) February 12, 2021 Alþjóðaólympíunefndin hefur fordæmt ummæli Mori og þá hafa yfir fjögur hundruð sjálfboðaliðar hætt við að bjóða fram aðstoð sýna á Ólympíuleikunum vegna ummælanna. Pressan var líka orðin mikil frá styrktaraðilum leikanna eins og dæmi japanska bílaframleiðandann Toyota sem er einn stærsti bakjarl Ólympíuleikanna. Mori var búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum en ætlaði þá ekki að segja af sér. Það dugði ekki til að lægja öldurnar og nú hefur hann látið undir pressunni og sagt af sér. Mori hafði sagt frá því í viðtali að kona sín hefði tekið hann í gegnum vegna ummælanna og að bæði dóttir sín og dótturdóttir hefði líka látið hann heyra það. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram í fyrra en var frestað til næsta sumars vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru ummæli Yoshiro Mori um konur sem hafa vakið upp það sterk viðbrögð og mikla óánægju að hann er nauðbeygður til að segja af sér. Tokyo 2020 president Mori resigns after sexist remarks https://t.co/vxOCV6jrYm pic.twitter.com/HOZocdpHJ5— Reuters (@Reuters) February 12, 2021 Hann er 83 ára gamall og hefur verið þekktur fyrir misgáfuleg ummæli í gegnum tíðina. Yoshiro Mori lét þau orð falla í viðtali við japanskan fjölmiðil að að ef fjölga ætti konum í undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna þá þyrfti að takmarka tímann sem þær fá að tala því þær töluðu of mikið á fundum. Ummælin hafa skiljanlega vakið upp mikla reiði og mótmæli í Japan. Nú er orðið ljóst að eina leiðin fyrir Yoshiro Mori var að segja þetta gott. Tokyo Games head Mori offers resignation https://t.co/4mMvuzLF6h— NHK WORLD News (@NHKWORLD_News) February 12, 2021 Alþjóðaólympíunefndin hefur fordæmt ummæli Mori og þá hafa yfir fjögur hundruð sjálfboðaliðar hætt við að bjóða fram aðstoð sýna á Ólympíuleikunum vegna ummælanna. Pressan var líka orðin mikil frá styrktaraðilum leikanna eins og dæmi japanska bílaframleiðandann Toyota sem er einn stærsti bakjarl Ólympíuleikanna. Mori var búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum en ætlaði þá ekki að segja af sér. Það dugði ekki til að lægja öldurnar og nú hefur hann látið undir pressunni og sagt af sér. Mori hafði sagt frá því í viðtali að kona sín hefði tekið hann í gegnum vegna ummælanna og að bæði dóttir sín og dótturdóttir hefði líka látið hann heyra það.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira