Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2021 11:32 Hinn sjötugi Sergei Lavrov hefur gegnt embætti utanríkisráðherra Rússlands frá árinu 2004. Getty/Antonio Masiello Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana. Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en fulltrúar sambandsins hafa viðrað þá hugmynd að herða viðskiptaþvinganir vegna meðferðar rússneskra yfirvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Lavrov lét orðin falla í viðtali við rússneskan blaðamann, aðspurður hvort að stefndi í að rof yrði í samskiptum Rússlands og ESB. Sagði hann Rússa vera reiðubúna fyrir slíkt. „Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð,“ sagði Lavrov. Hann sagði ennfremur að rússneskum efnahag gæti stafað hætta af slíku rofi vegna viðskiptaþvingana af hálfu ESB, þar með talið á landsvæðum sem nú þegar standa höllum fæti „Við viljum ekki einangra okkur frá málefnum er varða heiminn allan, en við verðum að vera reiðubúin undir slíkt,“ sagði Lavrov. Erindrekar reknir úr landi Síðustu daga hafa Rússar rekið þrjá evrópska erindreka úr landi vegna deilnanna um Navalní sem var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð. Hann var dæmdur skömmu eftir að hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið síðustu mánuði í kjölfar þess að eitrað var fyrir honum. Þrjú ríki ESB – Þýskaland, Pólland og Svíþjóð – hafa sömuleiðis rekið þrjá rússneska erindreka úr landi. ESB beitir nú þegar fjölda Rússa, sem flestir eru nánir Vladimír Pútín Rússlandsforseta viðskiptaþvingunum vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið 2014. Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman þann 22. febrúar til að ræða hvort til standi að grípa til frekari viðskiptaþvingana.
Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55