Segir skiptar skoðanir um hvort veiðigjald hafi hækkað eða lækkað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 19:01 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra Vísir/Arnar Sjávarútvegsráðherra segir skiptar skoðanir um hvort veiðigjöld hafi hækkað eða lækkað við lagabreytingu 2018. Það verði alltaf deilur um álagningu gjalda en hann hafi engin áform uppi um að gera breytingar á núverandi lögum. Í fréttum í gær kom fram að samkvæmt útreikningum sem byggja á gögnum Fiskistofu og Hagstofunnar og hvernig útgerðin hefur gjaldfært breytilegan kostnað síðustu ár hefðu veiðigjöldin verið um tíu milljörðum lægri á árunum 2011-2017 ef núverandi lög frá 2018 hefðu gilt þá. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi svaraði í fréttum í gær að þetta væri alrangt. Hún benti á að meginmáli skipti hvaða tímabil væri skoðað. Ef eldri lög giltu ennþá hefði útgerðin greitt 3,1 milljarð í veiðigjöld 2020 í stað 4,8. Þá hefði verið greiddir 5 milljarðar fyrir árið í ár í stað 7,5 milljarða. Síðustu þrjú ár hefur veiðigjaldið lækkað frá ári til árs en áætlað er að þessu ári megi gera ráð fyrir að þau verði um 7,5 milljarða króna en gjaldið er reiknað út frá afkomu tvö ár aftur í tímann. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort veiðigjaldið hafi hækkað eða lækkað þegar gjaldtakan nú er borin saman við gjaldtökuna sem var áður en lögin 2018 tóku gildi. „Það eru skiptar skoðanir um hvort veiðigjaldið hafi hækkað eða lækkað við þessa breytingu. Það kemur ágætlega fram í þeim rökstuðningi sem fylgdi frumvarpinu sem varð að lögum 2018 hvernig þetta kerfi virkar. Það verða hins vegar alltaf deilur um það hversu hátt veiðigjaldið á að vera,“ segir Kristján. Í núverandi lögum er veiðigjaldið hækkað frá því sem áður var og er þriðjungur af aflaverðmæti hverrar tegundar yfir árið. Síðan lögin tóku gildi 2018 getur útgerðin skráð fastan kostnað, eins og fyrningar á skipum og skipsbúnaðar og áætlaðan vaxtakostnað sem ekki var fyrir hendi í fyrri lögum. Fastur kostnaður getur haft áhrif á veiðigjald til lækkunar. Veiðigjöldin eru hins vegar ekki lengur frádráttarbær frá skatti eins og áður. Aðspurður um hvaða áhrif breytingin hafi segir Kristján. „Ég vísa í rökstuðninginn fyrir frumvarpinu sem varð að lögum 2018 þar var farið yfir þetta með nákvæmum hætti,“ segir Kristján. Hann segir engin áform uppi um að breyta núverandi fyrirkomulagi. „Það sem liggur fyrir er að það er búið að festa hlutfallið sem fer af hagnaði hverrar veiðiferðar í veiðigjald. Við höfum ekki haft áform um að breyta þeim lögum,“ segir Kristján. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Tengdar fréttir Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. 11. febrúar 2021 20:00 Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50 Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. 26. janúar 2021 15:00 Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. 28. október 2020 18:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Í fréttum í gær kom fram að samkvæmt útreikningum sem byggja á gögnum Fiskistofu og Hagstofunnar og hvernig útgerðin hefur gjaldfært breytilegan kostnað síðustu ár hefðu veiðigjöldin verið um tíu milljörðum lægri á árunum 2011-2017 ef núverandi lög frá 2018 hefðu gilt þá. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi svaraði í fréttum í gær að þetta væri alrangt. Hún benti á að meginmáli skipti hvaða tímabil væri skoðað. Ef eldri lög giltu ennþá hefði útgerðin greitt 3,1 milljarð í veiðigjöld 2020 í stað 4,8. Þá hefði verið greiddir 5 milljarðar fyrir árið í ár í stað 7,5 milljarða. Síðustu þrjú ár hefur veiðigjaldið lækkað frá ári til árs en áætlað er að þessu ári megi gera ráð fyrir að þau verði um 7,5 milljarða króna en gjaldið er reiknað út frá afkomu tvö ár aftur í tímann. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort veiðigjaldið hafi hækkað eða lækkað þegar gjaldtakan nú er borin saman við gjaldtökuna sem var áður en lögin 2018 tóku gildi. „Það eru skiptar skoðanir um hvort veiðigjaldið hafi hækkað eða lækkað við þessa breytingu. Það kemur ágætlega fram í þeim rökstuðningi sem fylgdi frumvarpinu sem varð að lögum 2018 hvernig þetta kerfi virkar. Það verða hins vegar alltaf deilur um það hversu hátt veiðigjaldið á að vera,“ segir Kristján. Í núverandi lögum er veiðigjaldið hækkað frá því sem áður var og er þriðjungur af aflaverðmæti hverrar tegundar yfir árið. Síðan lögin tóku gildi 2018 getur útgerðin skráð fastan kostnað, eins og fyrningar á skipum og skipsbúnaðar og áætlaðan vaxtakostnað sem ekki var fyrir hendi í fyrri lögum. Fastur kostnaður getur haft áhrif á veiðigjald til lækkunar. Veiðigjöldin eru hins vegar ekki lengur frádráttarbær frá skatti eins og áður. Aðspurður um hvaða áhrif breytingin hafi segir Kristján. „Ég vísa í rökstuðninginn fyrir frumvarpinu sem varð að lögum 2018 þar var farið yfir þetta með nákvæmum hætti,“ segir Kristján. Hann segir engin áform uppi um að breyta núverandi fyrirkomulagi. „Það sem liggur fyrir er að það er búið að festa hlutfallið sem fer af hagnaði hverrar veiðiferðar í veiðigjald. Við höfum ekki haft áform um að breyta þeim lögum,“ segir Kristján.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Tengdar fréttir Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. 11. febrúar 2021 20:00 Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50 Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. 26. janúar 2021 15:00 Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. 28. október 2020 18:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. 11. febrúar 2021 20:00
Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21
Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50
Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. 26. janúar 2021 15:00
Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. 28. október 2020 18:30