Borche: Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 20:45 Borche var ekki hrifinn af dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var mjög ósáttur með stórt tap sinna manna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Lokatölur 96-80 heimamönnum í vil sem höfðu fyrir leik ekki unnið í þremur leikjum í röð. „Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
„Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira