Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 09:00 Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Tinna Hallgrímsdóttir Tengdar fréttir Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun