Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars sagt frá manndrápinu í Rauðagerði í Reykjavík í gærkvöldi og komu tveggja Boeing 737 MAX-þota Icelandair til Keflavíkur frá Spáni í dag.

Fréttamaður ræddi við flugstjóra annarrar vélarinnar á Keflavíkurflugvelli sem segir endurkomu vélanna gefa von um nýja og betri tíma fyrir Icelandair. 

Þá segjum við frá niðurstöðum réttarhalda öldungadeildar Bandaríkjaþings í máli Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 

Einnig verður rætt við 75 ára hestakonu í Þorlákshöfn sem kveðst ekki fara út í hesthús eða á hestbak nema vera með varalit. Alger staðalbúnaður, segir hún. 

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×