Þéttum landamærin, opnum innanlands Þórir Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2021 09:14 Um helgina greindust þrír einstaklingar í sömu fjölskyldunni með kórónuveiruna í Auckland á Nýja-Sjálandi. Forsætisráðherra landsins fyrirskipaði strax þriggja daga útgöngubann í borginni og harðar sóttvarnaaðgerðir á meðan smitrakning fer fram. Nýsjálenska aðferðin, sem felst meðal annars í hörðum aðgerðum á landamærunum og snörpum viðbrögðum við smitum, hefur skilað þeim árangri að fáar þjóðir hafa orðið fyrir minna hnjaski vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hér á landi hefur sóttvarnalæknir um nokkurra vikna skeið bent á mikilvægi þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran leki inn í landið með fólki sem kemur að utan. Það sé forsenda þess að losa um samkomutakmarkanir innanlands. Hann hefur nú sent tillögur um landamærin til ríkisstjórnar. Síðastliðið sumar tókst okkur að opna þjóðfélagið; Íslendingar ferðuðust um landið en slepptu ferðalögum til útlanda. Fyrirtæki komust í eðlilegan rekstur. Ferðaþjónustufyrirtæki aðlöguðu þjónustu sína til að þjóna heimamönnum fremur en erlendum gestum. Skelfilegar afleiðingar af opnun Gististaðir, leiðsögumenn og fjöldinn allur af framsæknum ferðafyrirtækjum sá samt fram á afar erfitt haust og vetur. Eitt af stóru afrekum undanfarinna ára er að hafa lengt túristatímabilið þannig að það nær nú yfir allt árið. Löngunin til að halda í eitthvað af þessum árangri síðasta sumar var skiljanleg en hafði skelfilegar afleiðingar. Það varð til þess að önnur COVID-19 bylgjan og skömmu síðar sú þriðja risu upp og helltust yfir landið eins og brotsjór. Veirustofn, sem tveir franskir ferðamenn fluttu til landsins, var ráðandi í faraldri sem olli því að nú ganga allir um með andlitsgrímur, atvinnulífið höktir, margir misstu vinnuna, þúsundir veiktust og 19 manns létu lífið. Ferðaþjónustufyrirtækin, sem áttu að njóta opnunarinnar, urðu meðal helstu fórnarlamba hennar. Nú þurfum við að læra af mistökunum. Enginn vill búa í lokuðu þjóðfélagi en af tvennu illu þá er skárra að búa við heilbrigði án samkomutakmarkana, og loka tímabundið á útlönd, heldur en að hafa opin landamæri og taka afleiðingunum, sem við vitum hverjar eru. Loftbrú til Bretlands? Hægt er að þétta landamærin með ýmsu móti án þess að valda meira tjóni en er af þeim takmörkunum sem ríkja nú þegar. Alþingi hefur samþykkt lög sem gera stjórnvöldum hægara um vik að knýja fólk til dvalar í farsóttarhúsi. Það er hægt að krefjast staðfestingar um neikvæða niðurstöðu PCR skimunar eða bólusetningarvottorðs áður en ferðalangar stíga upp í flugvél til Íslands. Þétting á landamærum þarf heldur ekki að þýða lokun. Útlit er fyrir að einstaka lönd muni bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt sumar. Það opnar ekki bara fyrir möguleika á að fá ferðamenn þaðan heldur einnig á að Íslendingar geti ferðast þangað. Nú þegar er búið að bólusetja um 70 prósent íbúa á Gíbraltar og í Ísrael, helming á Seychelles eyjum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum og einn af hverjum fimm Bretum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að þorri íbúa sambandsins hafi verið bólusettur í september. Bretar vonast til að ná þeim árangri í maí. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að Íslendingar verði á sama stað um mitt sumar. Þegar eyjarnar tvær, Ísland og Bretland, verða grænar á covidkortunum ættu Íslendingar að geta ferðast til Bretlands og tekið á móti farþegum þaðan. Verður loftbrú milli Keflavíkur og Lundúna seinni part sumars? Lærdómur Covid-19 faraldurinn hefur kennt okkur margt. Einn mikilvægasti lærdómurinn er að sársaukafullar mótaðgerðir gegn skæðri farsótt og viðleitni til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi eru engar andstæður. Þvert á móti er árangurinn af farsóttaraðgerðunum forsenda velgengni hagkerfisins. Lokum til að geta opnað; annars fer allt í klessu. Heimsbyggðin hefur komist að því að ekki er hægt að yppta öxlum yfir útbreiðslu sjúkdóms sem setur heilbrigðiskerfi þjóða á hliðina. Íslendingar hafa vonandi líka lært sína lexíu. Að minnsta kosti ættu stjórnvöld að hugsa sig um tvisvar, eða þrisvar, áður en þau verja fé til að hvetja erlenda ferðamenn til að heimsækja sóttfría paradísareyju í Norðurhöfum líkt og gert var síðasta sumar. Að minnsta kosti ekki fyrr en það er óhætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Þórir Guðmundsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Um helgina greindust þrír einstaklingar í sömu fjölskyldunni með kórónuveiruna í Auckland á Nýja-Sjálandi. Forsætisráðherra landsins fyrirskipaði strax þriggja daga útgöngubann í borginni og harðar sóttvarnaaðgerðir á meðan smitrakning fer fram. Nýsjálenska aðferðin, sem felst meðal annars í hörðum aðgerðum á landamærunum og snörpum viðbrögðum við smitum, hefur skilað þeim árangri að fáar þjóðir hafa orðið fyrir minna hnjaski vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hér á landi hefur sóttvarnalæknir um nokkurra vikna skeið bent á mikilvægi þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran leki inn í landið með fólki sem kemur að utan. Það sé forsenda þess að losa um samkomutakmarkanir innanlands. Hann hefur nú sent tillögur um landamærin til ríkisstjórnar. Síðastliðið sumar tókst okkur að opna þjóðfélagið; Íslendingar ferðuðust um landið en slepptu ferðalögum til útlanda. Fyrirtæki komust í eðlilegan rekstur. Ferðaþjónustufyrirtæki aðlöguðu þjónustu sína til að þjóna heimamönnum fremur en erlendum gestum. Skelfilegar afleiðingar af opnun Gististaðir, leiðsögumenn og fjöldinn allur af framsæknum ferðafyrirtækjum sá samt fram á afar erfitt haust og vetur. Eitt af stóru afrekum undanfarinna ára er að hafa lengt túristatímabilið þannig að það nær nú yfir allt árið. Löngunin til að halda í eitthvað af þessum árangri síðasta sumar var skiljanleg en hafði skelfilegar afleiðingar. Það varð til þess að önnur COVID-19 bylgjan og skömmu síðar sú þriðja risu upp og helltust yfir landið eins og brotsjór. Veirustofn, sem tveir franskir ferðamenn fluttu til landsins, var ráðandi í faraldri sem olli því að nú ganga allir um með andlitsgrímur, atvinnulífið höktir, margir misstu vinnuna, þúsundir veiktust og 19 manns létu lífið. Ferðaþjónustufyrirtækin, sem áttu að njóta opnunarinnar, urðu meðal helstu fórnarlamba hennar. Nú þurfum við að læra af mistökunum. Enginn vill búa í lokuðu þjóðfélagi en af tvennu illu þá er skárra að búa við heilbrigði án samkomutakmarkana, og loka tímabundið á útlönd, heldur en að hafa opin landamæri og taka afleiðingunum, sem við vitum hverjar eru. Loftbrú til Bretlands? Hægt er að þétta landamærin með ýmsu móti án þess að valda meira tjóni en er af þeim takmörkunum sem ríkja nú þegar. Alþingi hefur samþykkt lög sem gera stjórnvöldum hægara um vik að knýja fólk til dvalar í farsóttarhúsi. Það er hægt að krefjast staðfestingar um neikvæða niðurstöðu PCR skimunar eða bólusetningarvottorðs áður en ferðalangar stíga upp í flugvél til Íslands. Þétting á landamærum þarf heldur ekki að þýða lokun. Útlit er fyrir að einstaka lönd muni bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt sumar. Það opnar ekki bara fyrir möguleika á að fá ferðamenn þaðan heldur einnig á að Íslendingar geti ferðast þangað. Nú þegar er búið að bólusetja um 70 prósent íbúa á Gíbraltar og í Ísrael, helming á Seychelles eyjum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum og einn af hverjum fimm Bretum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að þorri íbúa sambandsins hafi verið bólusettur í september. Bretar vonast til að ná þeim árangri í maí. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að Íslendingar verði á sama stað um mitt sumar. Þegar eyjarnar tvær, Ísland og Bretland, verða grænar á covidkortunum ættu Íslendingar að geta ferðast til Bretlands og tekið á móti farþegum þaðan. Verður loftbrú milli Keflavíkur og Lundúna seinni part sumars? Lærdómur Covid-19 faraldurinn hefur kennt okkur margt. Einn mikilvægasti lærdómurinn er að sársaukafullar mótaðgerðir gegn skæðri farsótt og viðleitni til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi eru engar andstæður. Þvert á móti er árangurinn af farsóttaraðgerðunum forsenda velgengni hagkerfisins. Lokum til að geta opnað; annars fer allt í klessu. Heimsbyggðin hefur komist að því að ekki er hægt að yppta öxlum yfir útbreiðslu sjúkdóms sem setur heilbrigðiskerfi þjóða á hliðina. Íslendingar hafa vonandi líka lært sína lexíu. Að minnsta kosti ættu stjórnvöld að hugsa sig um tvisvar, eða þrisvar, áður en þau verja fé til að hvetja erlenda ferðamenn til að heimsækja sóttfría paradísareyju í Norðurhöfum líkt og gert var síðasta sumar. Að minnsta kosti ekki fyrr en það er óhætt.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun