Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2021 15:51 Vladimír Pútín og Elon Musk. Vísir/EPA Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar. Málið má rekja til þess að um helgina tísti Musk, sem er ríkasti maður heims, spurningu til Twitterreiknings forsetaembættis Rússlands og spurði hvort forsetinn væri til í spjall í gegnum forritið Clubhouse. Hann bætti svo við á rússnesku að það væri mikill heiður að fá að tala við Pútín. — Elon Musk (@elonmusk) February 13, 2021 Clubhouse er tiltölulega nýr samfélagsmiðill þar sem fólk getur rætt saman á stafrænum sviðum þar sem notendur geta hlustað á samræðurnar. Umræðurnar fara eingöngu fram með hljóði. Miðillinn er enn sem komið er eingöngu aðgengilegur í tæki Appe en hefur verið að njóta mikillar athygli. Notendur þurfa þó að fá boð frá öðrum aðila sem hefur þegar gerst notandi. Dimitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í dag að boð Musk væri „mjög áhugavert“. Hann sagðist þó þurfa frekari upplýsingar um hvað Musk væri að leggja til, áður en hægt verður að samþykkja eða hafna boðinu. Peskov sagði einnig að Pútín, sem starfaði á árum áður hjá KBG, leyniþjónustu Sovétríkjanna, og hefur sagt Internetið á vegum CIA, notaðist ekki sjálfur við samfélagsmiðla. Musk lýsti því nýverið yfir að hann og rapparinn Kanye West hefðu mælt sér mót á Clubhouse en ekki liggur fyrir hvenær fundur þeirra mun fara fram. Rússland Tesla Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Málið má rekja til þess að um helgina tísti Musk, sem er ríkasti maður heims, spurningu til Twitterreiknings forsetaembættis Rússlands og spurði hvort forsetinn væri til í spjall í gegnum forritið Clubhouse. Hann bætti svo við á rússnesku að það væri mikill heiður að fá að tala við Pútín. — Elon Musk (@elonmusk) February 13, 2021 Clubhouse er tiltölulega nýr samfélagsmiðill þar sem fólk getur rætt saman á stafrænum sviðum þar sem notendur geta hlustað á samræðurnar. Umræðurnar fara eingöngu fram með hljóði. Miðillinn er enn sem komið er eingöngu aðgengilegur í tæki Appe en hefur verið að njóta mikillar athygli. Notendur þurfa þó að fá boð frá öðrum aðila sem hefur þegar gerst notandi. Dimitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í dag að boð Musk væri „mjög áhugavert“. Hann sagðist þó þurfa frekari upplýsingar um hvað Musk væri að leggja til, áður en hægt verður að samþykkja eða hafna boðinu. Peskov sagði einnig að Pútín, sem starfaði á árum áður hjá KBG, leyniþjónustu Sovétríkjanna, og hefur sagt Internetið á vegum CIA, notaðist ekki sjálfur við samfélagsmiðla. Musk lýsti því nýverið yfir að hann og rapparinn Kanye West hefðu mælt sér mót á Clubhouse en ekki liggur fyrir hvenær fundur þeirra mun fara fram.
Rússland Tesla Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira