Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 09:11 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur frétt Fréttablaðsins í morgun ófrægingarherferð gegn sér. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. Fréttablaðið greindi frá því í forsíðufrétt í morgun að lögð hefði verið fram kæra vegna veiðiþjófnaðar á landi Seðlabankans. Blaðið hafði jafnframt eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Ragnar Þór neitaði þó í samtali við blaðið að hafa nokkuð með málið að gera. Svara væntanlega með stefnu Ragnar Þór ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði tímasetningu fréttarinnar athyglisverða. „Þetta er náttúrulega bara ófrægingarherferð sem Fréttablaðið virðist vera með í gangi gagnvart mér og kannski tímasetningin athyglisverð þar sem eru kosningar í vændum hjá VR, formannskosningar,“ sagði Ragnar Þór. Tvö eru í framboði; Ragnar Þór sem sækist eftir endurkjöri og Helga Guðrún Jónasdóttir. Ragnar kvaðst myndu funda með lögmönnum sínum vegna fréttarinnar upp úr klukkan níu í morgun. „Og við munum svara þessu væntanlega með stefnu,“ sagði hann. „Ekki svona skítlegt“ Þá sagðist Ragnar Þór hafa verið í heimsókn á umræddu landi. Hann hefði aldrei lagt þar net eða veitt. Aðkoma hans að málinu væri úr lausu lofti gripin. „Ég sendi á blaðamann Fréttablaðsins sem ber ábyrgð á fréttinni í gær símanúmerið hjá landeigandanum sem ég heimsótti og hann staðfesti við mig að hann bæri ábyrgð á þessu og Fréttablaðið ætti að hafa vitneskju um það. Þannig að þetta eru rakalausar dylgjur og árásir á mig,“ sagði Ragnar Þór. „Ég bjóst nú alveg við því að eitthvað svona myndi gerast í aðdraganda formannskjörsins þannig að við vorum svo sem við því búnir að eitthvað yrði reynt. En ekki svona skítlegt.“ Formannskjör í VR Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í forsíðufrétt í morgun að lögð hefði verið fram kæra vegna veiðiþjófnaðar á landi Seðlabankans. Blaðið hafði jafnframt eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Ragnar Þór neitaði þó í samtali við blaðið að hafa nokkuð með málið að gera. Svara væntanlega með stefnu Ragnar Þór ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði tímasetningu fréttarinnar athyglisverða. „Þetta er náttúrulega bara ófrægingarherferð sem Fréttablaðið virðist vera með í gangi gagnvart mér og kannski tímasetningin athyglisverð þar sem eru kosningar í vændum hjá VR, formannskosningar,“ sagði Ragnar Þór. Tvö eru í framboði; Ragnar Þór sem sækist eftir endurkjöri og Helga Guðrún Jónasdóttir. Ragnar kvaðst myndu funda með lögmönnum sínum vegna fréttarinnar upp úr klukkan níu í morgun. „Og við munum svara þessu væntanlega með stefnu,“ sagði hann. „Ekki svona skítlegt“ Þá sagðist Ragnar Þór hafa verið í heimsókn á umræddu landi. Hann hefði aldrei lagt þar net eða veitt. Aðkoma hans að málinu væri úr lausu lofti gripin. „Ég sendi á blaðamann Fréttablaðsins sem ber ábyrgð á fréttinni í gær símanúmerið hjá landeigandanum sem ég heimsótti og hann staðfesti við mig að hann bæri ábyrgð á þessu og Fréttablaðið ætti að hafa vitneskju um það. Þannig að þetta eru rakalausar dylgjur og árásir á mig,“ sagði Ragnar Þór. „Ég bjóst nú alveg við því að eitthvað svona myndi gerast í aðdraganda formannskjörsins þannig að við vorum svo sem við því búnir að eitthvað yrði reynt. En ekki svona skítlegt.“
Formannskjör í VR Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19