Klikkaði á víti í Pepsi Max deildinni og fékk sendar morðhótanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 14:16 Óliver Dagur Thorlacius sækir hér að Fylkismanninum Valdimar Þór Ingimundarsyni í leik Gróttu og Fylki síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius varð heldur betur fyrir óskemmtilegri reynslu í sumar þegar hann spilaði með Gróttu í Pepsi Max deild karla. Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira