Sportið í dag: Valsmenn þurfa á hópefli að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 13:00 Það þarf meiri gleði og stemmningu inn í Valsliðið ef Hlíðarendapiltar ætla sér að gera eitthvað í vetur. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir víðan völl í síðasta hlaðvarpsþætti sínum Sportið í dag á Vísi en meðal annars ræddu þeir um vandræði Valsmanna í handboltanum. Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti