Tekjur tvöfölduðust á kórónuveiruárinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2021 16:25 Ragnar stofnaði AwareGo með eiginkonu sinni Helgu Steinþórsdóttur árið 2007. Aðsend Tekjur netöryggisfyrirtækisins AwareGo rúmlega tvöfölduðust frá árinu 2019 til 2020. Fyrirtækið þakkar vöxtinn að mestu stórum langtímasamningum við erlend fyrirtæki og endursöluaðila sem hlaupi á milljónum dollara, hundruðum milljóna króna. Framkvæmdastjóri AwareGo segir vöxt fyrirtækisins undanfarin tvö ár hafa verið ævintýralegan. AwareGO hefur verið starfandi frá 2007 og sérhæfir sig í gerð myndbanda og kennsluhugbúnaðar sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum við að auka netöryggi með þjálfun starfsfólks. Hugbúnaðurinn er allur í skýinu sem þýðir að engra kerfisbreytinga er þörf af hálfu notenda og er hann hannaður til að tengjast öðrum hugbúnaðarlausnum. Meðal viðskiptavina AwareGO eru stofnanir og fyrirtæki á borð við Credit Suisse, Barclays, General Electric, UN Women og Nethope. Í tilkynningu frá AwareGo segir að eftirspurn eftir netöryggislausnum og þjálfun fyrir starfsfólk hafi stóraukist vegna Covid-19 auk þess sem innleiðing á svokallaðri GDPR-löggjöf og öðrum svipuðum persónuverndarreglugerðum skylda fyrirtæki til að þjálfa starfsfólk til að koma í veg fyrir leka á persónuupplýsingum og að læra að forðast tölvuárásir. Þörfin fyrir slíkt hafi orðið sérstaklega augljós í heimsfaraldri Covid-19 sem jók heimavinnu starfsfólks sem þar með fór úr nokkuð öruggu umhverfi skrifstofunnar í heimahús þar sem erfiðara er að tryggja netöryggi auk þess sem fólk umgengst netið á annan hátt heima við en á vinnustöðum. „Síðasta ár var óvenjulegt fyrir okkur öll en þó frekar spennandi fyrir AwareGO. Við unnum heima eins og svo margir aðrir en þörfin fyrir vörurnar okkar var gríðarleg og við náðum að landa stórum samningum þrátt fyrir að geta aldrei hitt neinn í eigin persónu. Það má segja að fjarfundir hafi styrkt samkeppnisstöðu minni fyrirtækja. Nú sitja allir, stórir sem smáir, við sama borð og það borð kann að vera eldhús- eða borðstofuborðið. Það eina sem skiptir máli er varan og hugvitið á bak við hana. Stórir erlendir aðilar hafa að auki sýnt AwareGO áhuga sem fjárfestingartækifæri á undanförnum 12 mánuðum og þær viðræður hafa einnig farið fram í gegnum fjarfundi,“ segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri AwareGO sem stofnaði fyrirtækið ásamt eiginkonu sinni Helgu Steinþórsdóttur. Í tilkynningu segir að notendafjöldi AwareGO hafi meira en sjöfaldast á síðastliðnum tveimur árum og 99% viðskiptavina hafi endurnýjað samninga sína við fyrirtækið eftir að fyrstu áskrift líkur. „Stækkun AwareGO hefur verið ævintýraleg undanfarin tvö ár eða allt frá því að við settum hugbúnaðarlausnina okkar á markað. Við vorum áður með vinsælt kennsluefni en okkur vantaði skalanlega leið til að selja það og dreifa. Með því að hafa allt í skýjalausn náum við betur að hjálpa viðskiptavinum okkar að þjálfa sitt starfsfólk með markvissum og mælanlegum hætti. Stöðug fjölgun viðskiptavina auk stórra viðskiptasamninga og útboða sem við höfum náð að landa á undanförnu ári sýna að varan okkar er algjörlega á pari við það besta sem býðst frá mun stærri og þekktari fyrirtækjum í þessum geira,“ segir Ragnar. Hann segir vöxt AwareGo greinilegastan þegar komi að mælingum á endurteknum mánaðarlegum tekjum sem hafi þrefaldast árið 2020. Bein sala í gegnum netið til lítilla og millistórra fyrirtækja hafi aukist nokkuð á meðan tekjur í gegnum endursöluaðila og beinar sölur til stórfyrirtækja hafa stóraukist. „Stór hluti vaxtarins hjá AwareGO kemur til vegna aukinnar áherslu á samstarf við endursöluaðila. Aukinn kraftur var settur í þennan hluta viðskiptamódelsins í lok árs 2019. Tekjur vegna endursöluaðila sem selja efni og hugbúnað AwareGO áfram til sinna viðskiptavina hafa þrefaldast á undanförnum 12 mánuðum. Meðal endursöluaðila sem vinna með AwareGO eru þekkt fyrirtæki á borð við TrendMicro, Advania, Eloomi og Cofense. Stærstur hluti mánaðarlegra tekna AwareGO kemur þó enn í gegnum beinar sölur og hafa tekjur vegna beinnar sölu til stórfyrirtækja fimmfaldast. Þyngst vega þar stórir samningar við Fortune 500 stórfyrirtæki með gríðarlegan fjölda starfsmanna,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
AwareGO hefur verið starfandi frá 2007 og sérhæfir sig í gerð myndbanda og kennsluhugbúnaðar sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum við að auka netöryggi með þjálfun starfsfólks. Hugbúnaðurinn er allur í skýinu sem þýðir að engra kerfisbreytinga er þörf af hálfu notenda og er hann hannaður til að tengjast öðrum hugbúnaðarlausnum. Meðal viðskiptavina AwareGO eru stofnanir og fyrirtæki á borð við Credit Suisse, Barclays, General Electric, UN Women og Nethope. Í tilkynningu frá AwareGo segir að eftirspurn eftir netöryggislausnum og þjálfun fyrir starfsfólk hafi stóraukist vegna Covid-19 auk þess sem innleiðing á svokallaðri GDPR-löggjöf og öðrum svipuðum persónuverndarreglugerðum skylda fyrirtæki til að þjálfa starfsfólk til að koma í veg fyrir leka á persónuupplýsingum og að læra að forðast tölvuárásir. Þörfin fyrir slíkt hafi orðið sérstaklega augljós í heimsfaraldri Covid-19 sem jók heimavinnu starfsfólks sem þar með fór úr nokkuð öruggu umhverfi skrifstofunnar í heimahús þar sem erfiðara er að tryggja netöryggi auk þess sem fólk umgengst netið á annan hátt heima við en á vinnustöðum. „Síðasta ár var óvenjulegt fyrir okkur öll en þó frekar spennandi fyrir AwareGO. Við unnum heima eins og svo margir aðrir en þörfin fyrir vörurnar okkar var gríðarleg og við náðum að landa stórum samningum þrátt fyrir að geta aldrei hitt neinn í eigin persónu. Það má segja að fjarfundir hafi styrkt samkeppnisstöðu minni fyrirtækja. Nú sitja allir, stórir sem smáir, við sama borð og það borð kann að vera eldhús- eða borðstofuborðið. Það eina sem skiptir máli er varan og hugvitið á bak við hana. Stórir erlendir aðilar hafa að auki sýnt AwareGO áhuga sem fjárfestingartækifæri á undanförnum 12 mánuðum og þær viðræður hafa einnig farið fram í gegnum fjarfundi,“ segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri AwareGO sem stofnaði fyrirtækið ásamt eiginkonu sinni Helgu Steinþórsdóttur. Í tilkynningu segir að notendafjöldi AwareGO hafi meira en sjöfaldast á síðastliðnum tveimur árum og 99% viðskiptavina hafi endurnýjað samninga sína við fyrirtækið eftir að fyrstu áskrift líkur. „Stækkun AwareGO hefur verið ævintýraleg undanfarin tvö ár eða allt frá því að við settum hugbúnaðarlausnina okkar á markað. Við vorum áður með vinsælt kennsluefni en okkur vantaði skalanlega leið til að selja það og dreifa. Með því að hafa allt í skýjalausn náum við betur að hjálpa viðskiptavinum okkar að þjálfa sitt starfsfólk með markvissum og mælanlegum hætti. Stöðug fjölgun viðskiptavina auk stórra viðskiptasamninga og útboða sem við höfum náð að landa á undanförnu ári sýna að varan okkar er algjörlega á pari við það besta sem býðst frá mun stærri og þekktari fyrirtækjum í þessum geira,“ segir Ragnar. Hann segir vöxt AwareGo greinilegastan þegar komi að mælingum á endurteknum mánaðarlegum tekjum sem hafi þrefaldast árið 2020. Bein sala í gegnum netið til lítilla og millistórra fyrirtækja hafi aukist nokkuð á meðan tekjur í gegnum endursöluaðila og beinar sölur til stórfyrirtækja hafa stóraukist. „Stór hluti vaxtarins hjá AwareGO kemur til vegna aukinnar áherslu á samstarf við endursöluaðila. Aukinn kraftur var settur í þennan hluta viðskiptamódelsins í lok árs 2019. Tekjur vegna endursöluaðila sem selja efni og hugbúnað AwareGO áfram til sinna viðskiptavina hafa þrefaldast á undanförnum 12 mánuðum. Meðal endursöluaðila sem vinna með AwareGO eru þekkt fyrirtæki á borð við TrendMicro, Advania, Eloomi og Cofense. Stærstur hluti mánaðarlegra tekna AwareGO kemur þó enn í gegnum beinar sölur og hafa tekjur vegna beinnar sölu til stórfyrirtækja fimmfaldast. Þyngst vega þar stórir samningar við Fortune 500 stórfyrirtæki með gríðarlegan fjölda starfsmanna,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira