Það eru ekki margir sem fá að horfa á leikina í Meistaradeild Evrópu, líkt og í mörgum öðrum keppnum, vegna kórónuveirufaraldursins en Rússinn var hins vegar mættur á leik Barcelona og PSG í gærkvöldi.
Leikurinn var liður í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og bardagakappinn ákvað að senda áskorun á forsetann.
„Hey Dana, ertu hérna? Setjum upp bardaga hérna fyrir framan hundrað þúsund manns. Koma svo!“ sagði hann í beinni útsendingu á Instagram síðu sinni í fyrrakvöld.
Khabib hefur gefið það út að styðja Real Madrid en hann er einnig talinn mikill stuðningsmaður PSG, sem vann öruggan 4-1 sigur á Börsungum í gær.
Khabib fór ekki tómhentur heim frá Nou Camp því hann fékk áritaða treyju frá Kylian Mbappe með sér. Mbappe fór einmitt á kostum í fyrrakvöld og skoraði þrjú af fjórum mörkum PSG.
Khabib tilkynnti í október að hann væri hættur að berjast en líklegt er að hann snúi aftur, fyrr en síðar.
Khabib Nurmagomedov demands UFC chief Dana White book a fight for him at the Nou Camp https://t.co/fZBsG903NZ
— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2021