Verstu vetrarhörkur í manna minnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. febrúar 2021 19:31 Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. Á meðan fordæmalaust vetrarveður gengur yfir suðurhluta Bandaríkjanna er ekki snjókorn að sjá hér í Reykjavík. Eitthvað virðist þetta öfugsnúið en samkvæmt Veðurstofunni ætti hiti að verða yfir frostmarki svo gott sem alla vikuna. Sömu sögu er ekki að segja af Bandaríkjunum. Veðrið hefur leikið rafmagnskerfi Texas grátt og meira en milljón hefur verið án rafmagns. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis. Það var einmitt rafmagnslaust hjá Hildi Heimisdóttur Salinas, sem býr í Coppell á Dallas-svæðinu, þegar fréttastofa náði tali af henni. Syrti í álinn á sunnudagskvöld „Það kom fallegt vetrarveður á sunnudaginn og við vöknuðum með snjó og skemmtilegheit. Þá var rafmagnið á og við gátum farið út með krakkana að leika. Svo syrti í álinn á sunnudagskvöld og það kom mikill stormur og rafmagnið fór af hjá okkur laust eftir miðnætti. Við vorum án rafmagns í 14 klukkustundir á meðan það var allt að 18 stiga frost úti,“ segir Hildur Hún segir nokkra reiði ríkja í garð stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Já, fólk er mjög ósátt við hvað svörin eru loðin. Orkufyrirtækin hafa verið að tala um að við ættum að skiptast á að vera rafmagnslaus en sumir hafa ekki fengið rafmagn í heilan sólarhring en aðrir hafa alls ekkert misst rafmagn.“ Og það snjóar af krafti víðar en í Bandaríkjunum. Í Sýrlandi olli snjókoman töluverðum samgöngutruflunum sem og í Aþenu, þar sem borgarbúar skelltu sér í snjókast á ströndinni. Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Á meðan fordæmalaust vetrarveður gengur yfir suðurhluta Bandaríkjanna er ekki snjókorn að sjá hér í Reykjavík. Eitthvað virðist þetta öfugsnúið en samkvæmt Veðurstofunni ætti hiti að verða yfir frostmarki svo gott sem alla vikuna. Sömu sögu er ekki að segja af Bandaríkjunum. Veðrið hefur leikið rafmagnskerfi Texas grátt og meira en milljón hefur verið án rafmagns. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis. Það var einmitt rafmagnslaust hjá Hildi Heimisdóttur Salinas, sem býr í Coppell á Dallas-svæðinu, þegar fréttastofa náði tali af henni. Syrti í álinn á sunnudagskvöld „Það kom fallegt vetrarveður á sunnudaginn og við vöknuðum með snjó og skemmtilegheit. Þá var rafmagnið á og við gátum farið út með krakkana að leika. Svo syrti í álinn á sunnudagskvöld og það kom mikill stormur og rafmagnið fór af hjá okkur laust eftir miðnætti. Við vorum án rafmagns í 14 klukkustundir á meðan það var allt að 18 stiga frost úti,“ segir Hildur Hún segir nokkra reiði ríkja í garð stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Já, fólk er mjög ósátt við hvað svörin eru loðin. Orkufyrirtækin hafa verið að tala um að við ættum að skiptast á að vera rafmagnslaus en sumir hafa ekki fengið rafmagn í heilan sólarhring en aðrir hafa alls ekkert misst rafmagn.“ Og það snjóar af krafti víðar en í Bandaríkjunum. Í Sýrlandi olli snjókoman töluverðum samgöngutruflunum sem og í Aþenu, þar sem borgarbúar skelltu sér í snjókast á ströndinni.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01