Fótbolti

Tæp­lega 38 milljóna króna hagnaður hjá KSÍ á síðasta ári

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ. vísir/vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands birti í kvöld ársskýrslu sína fyrir árið 2020 en þar kemur fram að hagnaður sambandsins voru 37,7 milljónir króna á síðustu leiktíð.

Ljóst er að sambandið varð af miklum peningum er íslenska karlalandsliðið missti af sæti á EM 2020, sem fer fram í sumar, eftir tapið gegn Ungverjum í haust.

Samstæðunnar KSÍ nema nú 1096,8 milljónum króna og bókfært eigið fé í árslok er um 733,3 milljónir króna.

Kostnaður við íslensku landsliðin á síðasta ári voru rúmar 626 milljónir en skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var nokkuð hærri en áætlun var. 289,68 milljónir var áætlunin en 311,89 milljónum endaði kostnaðurinn í.

Um helgina fer fram ársþing KSÍ en þar verður, að venju, farið yfir ársreikninginn sem og mörg önnur mál. Í ár verður þingið rafrænt vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar.

Allan ársreikning KSÍ má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×