„Ómögulegt fyrir okkur sem þjóð að sitja uppi með óupplýst morðmál af þessu tagi“ Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 23:28 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. Vísir/Vilhelm Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir morðið í Rauðagerði óhugnanlegt mál sem veki skiljanlega upp margar spurningar. Það að maður sé myrtur fyrir utan heimili sitt sé eitthvað sem þekkist ekki hér á landi. Helgi ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag, þar sem hann sagðist ekki telja ákall vera um að lögregla vopnbúist frekar, heldur væri mikilvægara að þjálfa lögreglumenn til þess að takast á við ólíkar aðstæður. Sérsveit ríkislögreglustjóra sé til taks þegar aðstæður kalla á slíkt. „Þetta er óhugnanlegt mál og kemur illa við okkur öll, að heyra af svona ódæði sem er framið í friðsömu hverfi í Reykjavík þar sem fjölskyldufaðir er bara skotinn fyrir framan heimili sitt. Við hljótum að spyrja okkur hvað þarna er á ferðinni, bæði varðandi athæfið sjálft og hvort þetta sé hluti af einhverju sem við eigum eftir að upplifa meira af – hvort þarna sé verið að hrinda af stað einhverri atburðarás eða hvort þetta sé nýtt stig í afbrotum hjá okkur á Íslandi,“ segir Helgi. Hann telur mikilvægt að málið verði upplýst og að allar staðreyndir komi upp á yfirborðið. Það sé vitað að afbrotastarfsemi sé stunduð hér líkt og annars staðar, en hingað til hafi Ísland verið betur sett en aðrar þjóðir. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í okkar samtíma og við hljótum öll að staldra við hvað þarna er í gangi. Það sem skiptir núna máli er að þetta mál verður að upplýsast, við verðum að fá allar staðreyndir upp á borðið um hvað raunverulega gerðist og hver er ábyrgur.“ Með alvarlegri málum í seinni tíð „Ég býst við því að lögreglan væntanlega þekki þessa einstaklinga sem voru handteknir en ekki haft nægilegt efni til að stöðva þá fyrr. Við skulum vona að þeir séu að minnsta kosti á volgri braut sem leiði til niðurstöðu í þessu máli. Það er ómögulegt fyrir okkur sem þjóð að sitja uppi með óupplýst morðmál af þessu tagi, sem er með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi í seinni tíð,“ segir Helgi. Hann telur minna um skipulagða afbrotastarfsemi hér á landi en annars staðar og lögregla hafi náð að halda aftur af slíku til þessa, enda sé Ísland lítið samfélag og því ætti að vera betri yfirsýn yfir slík mál. Það sé þó ekkert launungarmál að eftirspurn sé eftir „forboðnum vörum“ líkt og hann orðar það. „Við vitum að það er stór markaður fyrir forboðna þjónustu og vörur; fíkniefnamarkaðurinn veltir milljónum og jafnvel milljörðum, það er töluverð hagnaðarvon þarna fyrir þá sem horfa svo á málið. Það er væntanlega þessi svarti markaður, hann er þarna til staðar, og á meðan svo er þá eru alltaf einhverjir sem reyna að anna þeirri eftirspurn.“ Ísland hafi það þó umfram aðrar þjóðir að það er auðveldara að hafa eftirlit með landamærum, enda eyja í Norður-Atlantshafi. Það gæti skýrt hvers vegna undirheimastarfsemi er minna útbreidd hér en annars staðar í Evrópu. „við getum stjórnað því meira og betur en margar aðrar þjóðir í Evrópu þar sem aðgengi inn í þjóðirnar er mikið auðveldara. Við erum auðvitað fámennara samfélag og við erum mikið til á sama bletti hér á stórhöfuðborgarsvæðinu. Við höfum ýmislegt sem segir okkur að við ættum að geta gert betur hvað þetta snertir en margar aðrar þjóðir – og svo hefur verið.“ Manndráp sá brotaflokkur sem gengur best að upplýsa Helgi bendir á að morðmál séu þau mál sem oftast tekst að upplýsa, bæði hér og erlendis. Þó geti verið erfiðara að rannsaka slík mál þegar um glæpasamtök eða skipulagða brotastarfsemi sé að ræða og segir hann vísbendingar um að svo sé í þessu tilfelli. „Varðandi okkur og þetta mál, þá vonar maður eindregið að lögreglu unnist að upplýsa málið vegna þess að þetta er framið beint fyrir framan nefið á okkur borgurunum. Ég ætla rétt að vona að lögregla sé á réttri slóð varðandi þessa einstaklinga sem hafa verið handteknir, að það sé eitthvað í höndum en ekki villiljós sem verið er að elta.“ Hann segir skotvopnaeign frekar almenna hér á landi samanborið við aðrar vestrænar þjóðir, þó það sé ekki menning fyrir öðru en að nota slíkt við íþróttir eða veiðar. Íslendingar líti ekki á skotvopn sem tæki til að verja sig. Þá sé klárlega eitthvað um óskráð vopn í umferð. „Við erum mjög gott kerfi varðandi yfirlit yfir flest skotvopn en við erum alveg örugglega með skotvopn á svarta markaðnum og lögregla hefur haldlagt ólögleg vopn hjá okkur á síðustu árum. Hversu mikið það er, það er erfitt að átta sig á því.“ Ekki ákall um að lögregla vopnist frekar Aðspurður hvort hann telji tilefni til að lögregla vopnbúist frekar segir Helgi svo ekki vera. Sjálfur hafi hann staðið að viðhorfsmælingum þar sem kemur skýrlega fram að almenningur sé ekki að kalla eftir því og telur hann ekki víst að sú afstaða sé breytt þrátt fyrir atburði undanfarinna daga. „Auðvitað viljum við að lögreglan sé í stakk búin til að takast á við þann vanda sem lögbrot eru og til að halda uppi almannareglu í samfélaginu, ég held að það sé alveg klárt. Við viljum að lögreglan sé vel þjálfuð til að takast á við það sem kemur upp og að lögreglan sé fær og þjálfuð í meðferð skotvopna,“ segir Helgi. „Ég held að þetta einstaka tilfelli um síðustu helgi, það í sjálfu sér er ekki ákall um það að lögreglan sé vopnuð við sín daglegu skyldustörf. Ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að hafa sérsveit eða hafa sérþjálfaða lögreglu sem hægt er að grípa til þegar hætta ber að höndum.“ Morð í Rauðagerði Reykjavík síðdegis Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eðlilegt að skoða hvort lögregla þurfi frekari valdbeitingarheimildir Skoða þarf hvort lögregla þurfi á ríkari rannsóknar- og valdbeitingarheimildum að halda, segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að fara eigi yfir málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. 17. febrúar 2021 14:13 Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. febrúar 2021 15:17 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Helgi ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag, þar sem hann sagðist ekki telja ákall vera um að lögregla vopnbúist frekar, heldur væri mikilvægara að þjálfa lögreglumenn til þess að takast á við ólíkar aðstæður. Sérsveit ríkislögreglustjóra sé til taks þegar aðstæður kalla á slíkt. „Þetta er óhugnanlegt mál og kemur illa við okkur öll, að heyra af svona ódæði sem er framið í friðsömu hverfi í Reykjavík þar sem fjölskyldufaðir er bara skotinn fyrir framan heimili sitt. Við hljótum að spyrja okkur hvað þarna er á ferðinni, bæði varðandi athæfið sjálft og hvort þetta sé hluti af einhverju sem við eigum eftir að upplifa meira af – hvort þarna sé verið að hrinda af stað einhverri atburðarás eða hvort þetta sé nýtt stig í afbrotum hjá okkur á Íslandi,“ segir Helgi. Hann telur mikilvægt að málið verði upplýst og að allar staðreyndir komi upp á yfirborðið. Það sé vitað að afbrotastarfsemi sé stunduð hér líkt og annars staðar, en hingað til hafi Ísland verið betur sett en aðrar þjóðir. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í okkar samtíma og við hljótum öll að staldra við hvað þarna er í gangi. Það sem skiptir núna máli er að þetta mál verður að upplýsast, við verðum að fá allar staðreyndir upp á borðið um hvað raunverulega gerðist og hver er ábyrgur.“ Með alvarlegri málum í seinni tíð „Ég býst við því að lögreglan væntanlega þekki þessa einstaklinga sem voru handteknir en ekki haft nægilegt efni til að stöðva þá fyrr. Við skulum vona að þeir séu að minnsta kosti á volgri braut sem leiði til niðurstöðu í þessu máli. Það er ómögulegt fyrir okkur sem þjóð að sitja uppi með óupplýst morðmál af þessu tagi, sem er með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi í seinni tíð,“ segir Helgi. Hann telur minna um skipulagða afbrotastarfsemi hér á landi en annars staðar og lögregla hafi náð að halda aftur af slíku til þessa, enda sé Ísland lítið samfélag og því ætti að vera betri yfirsýn yfir slík mál. Það sé þó ekkert launungarmál að eftirspurn sé eftir „forboðnum vörum“ líkt og hann orðar það. „Við vitum að það er stór markaður fyrir forboðna þjónustu og vörur; fíkniefnamarkaðurinn veltir milljónum og jafnvel milljörðum, það er töluverð hagnaðarvon þarna fyrir þá sem horfa svo á málið. Það er væntanlega þessi svarti markaður, hann er þarna til staðar, og á meðan svo er þá eru alltaf einhverjir sem reyna að anna þeirri eftirspurn.“ Ísland hafi það þó umfram aðrar þjóðir að það er auðveldara að hafa eftirlit með landamærum, enda eyja í Norður-Atlantshafi. Það gæti skýrt hvers vegna undirheimastarfsemi er minna útbreidd hér en annars staðar í Evrópu. „við getum stjórnað því meira og betur en margar aðrar þjóðir í Evrópu þar sem aðgengi inn í þjóðirnar er mikið auðveldara. Við erum auðvitað fámennara samfélag og við erum mikið til á sama bletti hér á stórhöfuðborgarsvæðinu. Við höfum ýmislegt sem segir okkur að við ættum að geta gert betur hvað þetta snertir en margar aðrar þjóðir – og svo hefur verið.“ Manndráp sá brotaflokkur sem gengur best að upplýsa Helgi bendir á að morðmál séu þau mál sem oftast tekst að upplýsa, bæði hér og erlendis. Þó geti verið erfiðara að rannsaka slík mál þegar um glæpasamtök eða skipulagða brotastarfsemi sé að ræða og segir hann vísbendingar um að svo sé í þessu tilfelli. „Varðandi okkur og þetta mál, þá vonar maður eindregið að lögreglu unnist að upplýsa málið vegna þess að þetta er framið beint fyrir framan nefið á okkur borgurunum. Ég ætla rétt að vona að lögregla sé á réttri slóð varðandi þessa einstaklinga sem hafa verið handteknir, að það sé eitthvað í höndum en ekki villiljós sem verið er að elta.“ Hann segir skotvopnaeign frekar almenna hér á landi samanborið við aðrar vestrænar þjóðir, þó það sé ekki menning fyrir öðru en að nota slíkt við íþróttir eða veiðar. Íslendingar líti ekki á skotvopn sem tæki til að verja sig. Þá sé klárlega eitthvað um óskráð vopn í umferð. „Við erum mjög gott kerfi varðandi yfirlit yfir flest skotvopn en við erum alveg örugglega með skotvopn á svarta markaðnum og lögregla hefur haldlagt ólögleg vopn hjá okkur á síðustu árum. Hversu mikið það er, það er erfitt að átta sig á því.“ Ekki ákall um að lögregla vopnist frekar Aðspurður hvort hann telji tilefni til að lögregla vopnbúist frekar segir Helgi svo ekki vera. Sjálfur hafi hann staðið að viðhorfsmælingum þar sem kemur skýrlega fram að almenningur sé ekki að kalla eftir því og telur hann ekki víst að sú afstaða sé breytt þrátt fyrir atburði undanfarinna daga. „Auðvitað viljum við að lögreglan sé í stakk búin til að takast á við þann vanda sem lögbrot eru og til að halda uppi almannareglu í samfélaginu, ég held að það sé alveg klárt. Við viljum að lögreglan sé vel þjálfuð til að takast á við það sem kemur upp og að lögreglan sé fær og þjálfuð í meðferð skotvopna,“ segir Helgi. „Ég held að þetta einstaka tilfelli um síðustu helgi, það í sjálfu sér er ekki ákall um það að lögreglan sé vopnuð við sín daglegu skyldustörf. Ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að hafa sérsveit eða hafa sérþjálfaða lögreglu sem hægt er að grípa til þegar hætta ber að höndum.“
Morð í Rauðagerði Reykjavík síðdegis Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eðlilegt að skoða hvort lögregla þurfi frekari valdbeitingarheimildir Skoða þarf hvort lögregla þurfi á ríkari rannsóknar- og valdbeitingarheimildum að halda, segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að fara eigi yfir málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. 17. febrúar 2021 14:13 Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. febrúar 2021 15:17 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Eðlilegt að skoða hvort lögregla þurfi frekari valdbeitingarheimildir Skoða þarf hvort lögregla þurfi á ríkari rannsóknar- og valdbeitingarheimildum að halda, segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að fara eigi yfir málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. 17. febrúar 2021 14:13
Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. febrúar 2021 15:17
Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06