Bitin í rassinn af birni Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2021 07:58 Þegar birti sáust bjarnarspor víða í kringum tjaldið og tveimur dögum seinna barst dýraeftirliti Alaska tilkynning um björn skammt frá staðnum þar sem Shannon taldi sig hafa verið bitna í rassinn. AP/Erik Stevens/Julia Heinz Kona sem var í útilegu í Alaska í síðustu viku særðist á rassi þegar hún gekk örna sinna í kamri í óbyggðum ríkisins og telur að björn, sem var búinn að koma sér fyrir í kamrinum, hafi bitið sig. Í samtali við AP fréttaveituna segir Shannon Stevens frá því að hún hafi verið í útilegu með bróður sínum og kærustu hans. Snemma að morgni 13. febrúar fór hún út á kamarinn, og um leið og hún settist niður segist hún hafa fundið eitthvað bíta sig í rassinn. Hún öskraði og bróður hennar Erik kom hlaupandi. Í fyrstu töldu þau að eitthvað lítið dýr, eins og íkorni eða minkur hefði bitið hana en þegar bróðir konunnar lyfti setu kamarsins horfði hann beint framan í björn. Þau hlupu því inn í tjaldið og hlúðu að sári Stevens, sem var ekki alvarlegt. Sjá einnig: Tvisvar bitinn í typpið af kónguló Þegar birti til og þau fóru út úr tjaldinu sáu þau bjarnaspor í kringum tjaldið en björninn var farinn. Þau telja að björninn hafi komist inn í kamarinn í gegnum gat aftan á honum. Dýralífssérfræðingurinn Carl Koch segir að líklega sé um svartbjörn að ræða. Hann vinnur hjá dýraeftirliti Alaska og segir að honum hafi borist önnur tilkynning um svartbjörn á svæðinu tveimur dögum seinna. Sjá einnig: Bitinn í typpið af snáki sem kom upp úr klósettinu Koch segir þar að auki að líklega hafi björninn ekki bitið Stevens í rassinn, heldur klórað hana. Hvort sem er, hafi hann aldrei heyrt annað eins. Eftir því sem hann best viti sé Stevens sú eina í heiminum sem hafi lent í þessu að vetri til. Þessi björn ætti að vera í dvala en Koch segir að mögulega hafi hann ekki geta byggt upp nógu mikla fitu til að halda sér í dvala allan veturinn. Bandaríkin Dýr Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Í samtali við AP fréttaveituna segir Shannon Stevens frá því að hún hafi verið í útilegu með bróður sínum og kærustu hans. Snemma að morgni 13. febrúar fór hún út á kamarinn, og um leið og hún settist niður segist hún hafa fundið eitthvað bíta sig í rassinn. Hún öskraði og bróður hennar Erik kom hlaupandi. Í fyrstu töldu þau að eitthvað lítið dýr, eins og íkorni eða minkur hefði bitið hana en þegar bróðir konunnar lyfti setu kamarsins horfði hann beint framan í björn. Þau hlupu því inn í tjaldið og hlúðu að sári Stevens, sem var ekki alvarlegt. Sjá einnig: Tvisvar bitinn í typpið af kónguló Þegar birti til og þau fóru út úr tjaldinu sáu þau bjarnaspor í kringum tjaldið en björninn var farinn. Þau telja að björninn hafi komist inn í kamarinn í gegnum gat aftan á honum. Dýralífssérfræðingurinn Carl Koch segir að líklega sé um svartbjörn að ræða. Hann vinnur hjá dýraeftirliti Alaska og segir að honum hafi borist önnur tilkynning um svartbjörn á svæðinu tveimur dögum seinna. Sjá einnig: Bitinn í typpið af snáki sem kom upp úr klósettinu Koch segir þar að auki að líklega hafi björninn ekki bitið Stevens í rassinn, heldur klórað hana. Hvort sem er, hafi hann aldrei heyrt annað eins. Eftir því sem hann best viti sé Stevens sú eina í heiminum sem hafi lent í þessu að vetri til. Þessi björn ætti að vera í dvala en Koch segir að mögulega hafi hann ekki geta byggt upp nógu mikla fitu til að halda sér í dvala allan veturinn.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira