Fótbolti

Svekkjandi töp hjá Ís­lendinga­liðunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn í dag.
Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn í dag. EPA-EFE/SIMONE VENEZIA

Darmstadt mátti þola súrt tap í þýsku B-deildinni í dag. Sömu sögu er að segja af Brescia þar sem tveir Íslendingar komu við sögu í dag.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn á miðju Darmstadt er liðið tapaði 3-2 á útivelli fyrir St. Pauli í dag. Eftir að hafa lent 2-0 undir kom Darmstadt til baka og jafnaði metin í 2-2 þökk sé mörkum Tim Skarke og Serdar Dursun með tveggja mínútna millibili um miðbik síðari hálfleiks.

Allt kom þó fyrir ekki en Guido Burgstaller tryggði St. Pauli sigurinn með marki á 82. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-2 og reyndust það lokatölur. Guðlaugur Victor og félagar eru sem stendur í 13. sæti deildarinnar, aðeins sjö stigum frá fallsæti.

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Darmstadt í dag.Sebastian Widmann/Getty Images

Birkir Bjarnason lék allan leikinn í 1-2 tapi Brescia á heimavelli gegn Cremonese í ítölsku B-deildinni. Florian Aye kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk síðari hálfleik þýddu að Íslendingaliðið fór tómhent heim. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn af varamannabekk Brescia þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Bjarki Steinn Bjarkason sat svo allan tímann á varamannabekk Venezia er liðið kom til baka og vann Virtus Entella 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir.

Brescia er í 14. sæti deildarinnar með 26 stig, fimm stigum frá fallsæti. Venezia í öðru sæti deildarinnar með 41 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×