Guðmundur Felix fer yfir stöðuna: „Ég verð betri með degi hverjum“ Sylvía Hall skrifar 20. febrúar 2021 22:12 Guðmundur Felix er jákvæður og hefur endurhæfingu um mánaðamót. Hann fékk að fara út í fyrsta sinn í dag frá aðgerð. Skjáskot Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðasta mánuði, hefur birt nýtt myndband þar sem hann fer yfir stöðu mála eftir aðgerðina. Hann segist verða betri með degi hverjum og stefnt er að því að hann hefji endurhæfingu um mánaðamót. „Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
„Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14
Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19