Erlent

Brak úr far­þega­flug­vél hrundi á í­búa­byggð

Sylvía Hall skrifar
Lögreglan í Broomfield birti þessa mynd af braki sem virðist hafa endað í garði fyrir framan hús á svæðinu.
Lögreglan í Broomfield birti þessa mynd af braki sem virðist hafa endað í garði fyrir framan hús á svæðinu. Lögreglan í Broomfield

Brak úr hreyfli flugvélar United Airlines hrundi niður á íbúðabyggð nærri Denver í Colorado eftir að vélin tók á loft frá flugvellinum í Denver. 231 farþegi og tíu áhafnarmeðlimir voru um borð, en flugvélin náði að snúa aftur og lenda með alla heila á húfi.

Vélin, sem er af gerðinni Boeing 777, var á leið til höfuðborgar Hawaii, Honululu, þegar atvikið átti sér stað.

Lögreglan í bænum Broomfield birti myndir af braki sem hafi hafnað í garði fyrir framan heimili á svæðinu. 

Íbúar voru beðnir um að hvorki snerta brakið né færa það, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×