Blóðug barátta á botninum fyrir kosningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 18:31 Niðurstöður könnunar Masíknu sem var gerð fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á dögunum 5. til 12. febrúar. Fylgi Samfylkingarinnar dalar nokkuð samkvæmt nýrri könnun og Flokkur fólksins dettur út af þingi. Prófessor í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að flokkum fjölgi á Alþingi og segir blóðuga baráttu fram undan á milli minnstu flokkanna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna eykst stuðingur við stjórnarflokkana nokkuð á milli kannana. Fylgi Samfylkingar dalar hins vegar og fer úr rúmum sautján prósentum í ríflega fjórtán prósent. Könnunin var gerð á dögunum 5. til 12. febrúar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði, rýndi í könnunina í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann bendir á að Samfylkingin hafi á þeim tíma, sem könnunin var gerð, verið í umræðunni vegna uppröðunar á lista. „Það var ekki óumdeild aðferð sem þar var notuð og kannski ekki allir sem skildu hana, þetta var einhvers konar hulið hálf prófkjör. En samt líka uppstilling. Eigi að síður fékk flokkurinn töluvert mikla umfjöllun og nýtur þess ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að fylgi Viðreisnar hafi risið undanfarið og að flokkurinn nú enn að bæta við sig rúmu prósenti. „Þarna gæti verið ákveðin hreyfing á milli sem ég myndi kannski helst skoða út frá þeirri vídd sem hefur verið minna áberandi í íslenskum stjórnmálum undanfarið; það er frjálslynda víddin. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/Arnar Samfylkingin hafi líkt og Viðreisn stillt sér upp sem frjálslyndum flokki. „Það er ekki ólíklegt að þarna séum við að sjá ákveðna tilfærslu, á reyndar bara litlum hluta, á þessu frjálslynda fylgi sem er þá að fara yfir í Viðreisn. Hinir frjálslyndu kratar eru aðeins að fara þarna á milli.“ Líkt og fram hefur komið er töluverð nýliðun í efstu sætum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiðir í Reykjavík norður, en í öðru sæti er nýliðinn Jóhann Páll Jóhannsson. Í Reykjavík suður eru Kristún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eiríkur segir að eftir því sem flokkum hafi fjölgað á Alþingi hafi baráttan um efstu sætin harðnað. „Þetta er algjör gjörbreyting á því ástandi sem var hér fyrr á árum. Þetta þýðir að í öllum þessum flokkum, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, eru menn að keppa um örfá þingsæti. Þetta eru bara eitt, tvö eða þrjú sæti sem geta orðið þingsæti og jafnvel bara eitt eða tvö. Þannig að baráttan verður svo hörð. Gerir það að verkum að nýtt fólk sem kemur inn á þing verður bara hreinlega að ryðja öðrum þingmönnum út.“ Samkvæmt könnuninnni siglir Sósíalistaflokkurinn yfir fimm prósenta þröskuldinn og nær inn á þing. Flokkur fólksins mælist hins vegar úti með ríflega fjögur prósent. Eiríkur telur ólíklegt að flokkum á þingi fjölgi. „Það má halda því fram að kosningakerfið eins og það er uppsett rúmi ekki báða þessa flokka. Þannig þetta verður blóðug barátta á milli þeirra.“ Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú síðari 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 2.198 talsins. Alþingi Samfylkingin Víglínan Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna eykst stuðingur við stjórnarflokkana nokkuð á milli kannana. Fylgi Samfylkingar dalar hins vegar og fer úr rúmum sautján prósentum í ríflega fjórtán prósent. Könnunin var gerð á dögunum 5. til 12. febrúar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði, rýndi í könnunina í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann bendir á að Samfylkingin hafi á þeim tíma, sem könnunin var gerð, verið í umræðunni vegna uppröðunar á lista. „Það var ekki óumdeild aðferð sem þar var notuð og kannski ekki allir sem skildu hana, þetta var einhvers konar hulið hálf prófkjör. En samt líka uppstilling. Eigi að síður fékk flokkurinn töluvert mikla umfjöllun og nýtur þess ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að fylgi Viðreisnar hafi risið undanfarið og að flokkurinn nú enn að bæta við sig rúmu prósenti. „Þarna gæti verið ákveðin hreyfing á milli sem ég myndi kannski helst skoða út frá þeirri vídd sem hefur verið minna áberandi í íslenskum stjórnmálum undanfarið; það er frjálslynda víddin. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/Arnar Samfylkingin hafi líkt og Viðreisn stillt sér upp sem frjálslyndum flokki. „Það er ekki ólíklegt að þarna séum við að sjá ákveðna tilfærslu, á reyndar bara litlum hluta, á þessu frjálslynda fylgi sem er þá að fara yfir í Viðreisn. Hinir frjálslyndu kratar eru aðeins að fara þarna á milli.“ Líkt og fram hefur komið er töluverð nýliðun í efstu sætum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiðir í Reykjavík norður, en í öðru sæti er nýliðinn Jóhann Páll Jóhannsson. Í Reykjavík suður eru Kristún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eiríkur segir að eftir því sem flokkum hafi fjölgað á Alþingi hafi baráttan um efstu sætin harðnað. „Þetta er algjör gjörbreyting á því ástandi sem var hér fyrr á árum. Þetta þýðir að í öllum þessum flokkum, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, eru menn að keppa um örfá þingsæti. Þetta eru bara eitt, tvö eða þrjú sæti sem geta orðið þingsæti og jafnvel bara eitt eða tvö. Þannig að baráttan verður svo hörð. Gerir það að verkum að nýtt fólk sem kemur inn á þing verður bara hreinlega að ryðja öðrum þingmönnum út.“ Samkvæmt könnuninnni siglir Sósíalistaflokkurinn yfir fimm prósenta þröskuldinn og nær inn á þing. Flokkur fólksins mælist hins vegar úti með ríflega fjögur prósent. Eiríkur telur ólíklegt að flokkum á þingi fjölgi. „Það má halda því fram að kosningakerfið eins og það er uppsett rúmi ekki báða þessa flokka. Þannig þetta verður blóðug barátta á milli þeirra.“ Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú síðari 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 2.198 talsins.
Alþingi Samfylkingin Víglínan Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?