Segir Armie Hammer hafa „merkt sig“ og dreift nektarmyndum í óleyfi Sylvía Hall skrifar 21. febrúar 2021 20:03 Armie Hammer. Getty/Patrick McMullan Áhrifavaldurinn og háskólaneminn Paige Lorenze segir leikarann Armie Hammer hafa rist upphafsstaf sinn við lífbein hennar og síðar sleikt blóðið í burtu. Lorenze, sem var kærasta Hammer undir lok síðasta árs, hefur áður greint frá því að hann hafi dreift nektarmyndum af henni án hennar leyfis. Styr hefur staðið um leikarann í ár eftir að skjáskot af skilaboðum frá honum fóru í dreifingu á netinu. Skilaboðin áttu að hafa verið send á konur sem hann var ýmist að hitta eða í samskiptum við, og sagðist hann þar vilja „drekka úr þeim blóðið“ og kvaðst vera mannæta. Þá sagðist hann eiga konurnar. ⚠️⚠️⚠️⚠️⚠️ pic.twitter.com/IjsCA2T06H— TIMES UP🖤 (@timesupmetooAH) January 29, 2021 Í kjölfarið steig kona fram sem átti í ástarsambandi við leikarann á meðan hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Sagði hún leikarann hafa haldið við margar konur á sama tíma, sagt þeim að hann væri ástfanginn af þeim og beðið þær um að bíða þar til skilnaður hans og Chambers færi í gegn. Með tímanum hefði hegðun hans orðið ofbeldsfyllri og hann farið að tala um hluti á borð við mannát, blóðdrykkju og fleira í þeim dúr. Hann hafi litið svo á að konurnar væru eign hans. Hefði átt að vita að henni þætti þetta óþægilegt Lorenze, sem er 23 ára gömul, sagði í viðtali við Dr. Oz að Hammer hefði rist upphafsstafinn á líkama hennar á meðan hún var bundin. Hann hafi spurt hana um leyfi, en hófst handa við að rista stafinn áður en hún fékk færi á að svara. View this post on Instagram A post shared by P (@paigelorenze) Benti hún á aldursmuninn þeirra á milli, sem er tólf ár, og sagði hann hafa verið í augljósri valdastöðu gagnvart henni. Hún hafi viljað gera honum til geðs á þessum tíma og hann hefði mátt vita að henni þætti þetta óþægilegt. Lorenze greindi sjálf frá því á Twitter í janúar að Hammer væri að deila nektarmyndum af henni án hennar vitundar. Hún hefði aldrei gefið honum leyfi til, enda vissi hún ekki af myndunum, og frétti af dreifingunni í gegnum þriðja aðila. AH sharing photos of me I didn’t even know existed with people online, without my permission or knowledge. Disgusting, violating and quite frankly unacceptable. pic.twitter.com/CTaIrvHfJr— Paige Lorenze (@paigelorenze) January 24, 2021 „AH að deila myndum af mér sem ég vissi ekki að væru til með fólki á netinu, án míns leyfis eða vitundar. Ógeðslegt, meiðandi og í raun óásættanlegt,“ skrifaði Lorenze. Þá hefur hún áður sagt leikarann hafa geymt gínur í kjallaranum sínum þar sem hann æfði sig í því að binda hnúta og hann hafi verið með þráhyggju fyrir „kjöti, beinum og æðum“. Hammer hefur ekki enn tjáð sig um ásakanir Lorenze, en hvað varðar upphaflegu skjáskotin sagðist hann ekki ætla að tjá sig um „fáránlegar fullyrðingar“ og árásir gagnvart persónu sinni. Sagðist hann sjálfur hafa sagt sig frá verkefnum vegna málsins. Hollywood MeToo Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Styr hefur staðið um leikarann í ár eftir að skjáskot af skilaboðum frá honum fóru í dreifingu á netinu. Skilaboðin áttu að hafa verið send á konur sem hann var ýmist að hitta eða í samskiptum við, og sagðist hann þar vilja „drekka úr þeim blóðið“ og kvaðst vera mannæta. Þá sagðist hann eiga konurnar. ⚠️⚠️⚠️⚠️⚠️ pic.twitter.com/IjsCA2T06H— TIMES UP🖤 (@timesupmetooAH) January 29, 2021 Í kjölfarið steig kona fram sem átti í ástarsambandi við leikarann á meðan hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Sagði hún leikarann hafa haldið við margar konur á sama tíma, sagt þeim að hann væri ástfanginn af þeim og beðið þær um að bíða þar til skilnaður hans og Chambers færi í gegn. Með tímanum hefði hegðun hans orðið ofbeldsfyllri og hann farið að tala um hluti á borð við mannát, blóðdrykkju og fleira í þeim dúr. Hann hafi litið svo á að konurnar væru eign hans. Hefði átt að vita að henni þætti þetta óþægilegt Lorenze, sem er 23 ára gömul, sagði í viðtali við Dr. Oz að Hammer hefði rist upphafsstafinn á líkama hennar á meðan hún var bundin. Hann hafi spurt hana um leyfi, en hófst handa við að rista stafinn áður en hún fékk færi á að svara. View this post on Instagram A post shared by P (@paigelorenze) Benti hún á aldursmuninn þeirra á milli, sem er tólf ár, og sagði hann hafa verið í augljósri valdastöðu gagnvart henni. Hún hafi viljað gera honum til geðs á þessum tíma og hann hefði mátt vita að henni þætti þetta óþægilegt. Lorenze greindi sjálf frá því á Twitter í janúar að Hammer væri að deila nektarmyndum af henni án hennar vitundar. Hún hefði aldrei gefið honum leyfi til, enda vissi hún ekki af myndunum, og frétti af dreifingunni í gegnum þriðja aðila. AH sharing photos of me I didn’t even know existed with people online, without my permission or knowledge. Disgusting, violating and quite frankly unacceptable. pic.twitter.com/CTaIrvHfJr— Paige Lorenze (@paigelorenze) January 24, 2021 „AH að deila myndum af mér sem ég vissi ekki að væru til með fólki á netinu, án míns leyfis eða vitundar. Ógeðslegt, meiðandi og í raun óásættanlegt,“ skrifaði Lorenze. Þá hefur hún áður sagt leikarann hafa geymt gínur í kjallaranum sínum þar sem hann æfði sig í því að binda hnúta og hann hafi verið með þráhyggju fyrir „kjöti, beinum og æðum“. Hammer hefur ekki enn tjáð sig um ásakanir Lorenze, en hvað varðar upphaflegu skjáskotin sagðist hann ekki ætla að tjá sig um „fáránlegar fullyrðingar“ og árásir gagnvart persónu sinni. Sagðist hann sjálfur hafa sagt sig frá verkefnum vegna málsins.
Hollywood MeToo Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira