Þórólfur skilaði tveimur minnisblöðum til ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 08:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir breytingar á aðgerðum innanlands eiga að geta tekið gildi fljótlega. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, varðandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Annars vegar er um að ræða minnisblað með tillögum að tilslökunum innanlands og hins vegar minnisblað sem snýr að skólastarfi en núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út þann 28. febrúar næstkomandi. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vildi Þórólfur ekki fara út í hvað felst í tillögum hans að tilslökunum en sagði þó að þær ættu að geta tekið gildi fljótlega. Það væri ráðherrans að ákveða gildistímann, sjálfur hefði hann ekki lagt til neina tímasetningu í þeim efnum. Varðandi skólana þá lagði hann til að næsta reglugerð tæki gildi 1. mars. „Ég held að innanlandsaðgerðirnar ættu að geta tekið gildi bara fljótlega. Það er náttúrulega ráðherrans að ákveða það. Ég er ekki með neina tímasetningu á því í sjálfu sér en varðandi skóla þá endar reglugerðin sem nú er í gildi 28. febrúar þannig að ég legg til að hún taki gildi í skólunum 1. mars,“ sagði Þórólfur. Fram kom í máli Þórólfs að aðeins tveir hefðu greinst með veiruna innanlands í síðustu viku og voru þeir báðir í sóttkví. Þá tóku hertar reglur á landamærunum gildi á föstudag og eiga þær enn betur að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. Hann var meðal annars spurður út í grímuskylduna og þær raddir sem væru að verða háværari að vegna þess hve vel gengur þá mætti fara að draga úr grímuskyldunni. „Það er ótrúlegt hvað menn eru tilfinningasamir gagnvart grímunni. Sumir eru alveg brjálaðir á móti henni og aðrir alveg brjálaðir með henni og allt þar á milli. Auðvitað kemur að því að við mælum með því að fólk sé ekkert endilega að vera með grímu en ég held að við eigum aðeins að bíða. Við erum að fjölga, við erum að opna, við erum að leyfa fleirum að vera saman og leyfa meiri starfsemi gegn því að fólk noti grímu. Þannig að ég held að við eigum ekki að rjúka til og henda öllu sem við erum búin að vera að gera sem hefur skilað okkur þessum árangri. Það væri ekki skynsamlegt,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Annars vegar er um að ræða minnisblað með tillögum að tilslökunum innanlands og hins vegar minnisblað sem snýr að skólastarfi en núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út þann 28. febrúar næstkomandi. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vildi Þórólfur ekki fara út í hvað felst í tillögum hans að tilslökunum en sagði þó að þær ættu að geta tekið gildi fljótlega. Það væri ráðherrans að ákveða gildistímann, sjálfur hefði hann ekki lagt til neina tímasetningu í þeim efnum. Varðandi skólana þá lagði hann til að næsta reglugerð tæki gildi 1. mars. „Ég held að innanlandsaðgerðirnar ættu að geta tekið gildi bara fljótlega. Það er náttúrulega ráðherrans að ákveða það. Ég er ekki með neina tímasetningu á því í sjálfu sér en varðandi skóla þá endar reglugerðin sem nú er í gildi 28. febrúar þannig að ég legg til að hún taki gildi í skólunum 1. mars,“ sagði Þórólfur. Fram kom í máli Þórólfs að aðeins tveir hefðu greinst með veiruna innanlands í síðustu viku og voru þeir báðir í sóttkví. Þá tóku hertar reglur á landamærunum gildi á föstudag og eiga þær enn betur að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. Hann var meðal annars spurður út í grímuskylduna og þær raddir sem væru að verða háværari að vegna þess hve vel gengur þá mætti fara að draga úr grímuskyldunni. „Það er ótrúlegt hvað menn eru tilfinningasamir gagnvart grímunni. Sumir eru alveg brjálaðir á móti henni og aðrir alveg brjálaðir með henni og allt þar á milli. Auðvitað kemur að því að við mælum með því að fólk sé ekkert endilega að vera með grímu en ég held að við eigum aðeins að bíða. Við erum að fjölga, við erum að opna, við erum að leyfa fleirum að vera saman og leyfa meiri starfsemi gegn því að fólk noti grímu. Þannig að ég held að við eigum ekki að rjúka til og henda öllu sem við erum búin að vera að gera sem hefur skilað okkur þessum árangri. Það væri ekki skynsamlegt,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira