Magnús D. Norðdahl vill leiða lista Pírata í Norðvestur Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2021 14:01 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Aðsend Magnús Davíð Norðdahl lögmaður hefur tilkynnt um framboð hjá Pírötum í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara í september. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi. Hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda, þar á meðal hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu sem var mikið í fréttum hér á landi síðasta haust og fékk að lokum dvalarleyfi hér á landi eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála. Málefni hælisleitenda í eðli sínu pólitísk Magnús segir málefni hælisleitenda í eðli sínu vera pólitísk og að baráttu hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni,“ segir Magnús. Hann segir þá stjórnmálaflokka, sem hafi farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafi fengið sitt tækifæri og nú sé komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. „Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þannig næst árangur,“ segir Magnús meðal annars í yfirlýsingunni. Í grunninn höfuðborgarbúi en margvísleg tengsl Magnús segir að þótt hann sé í grunninn höfuðborgarbúi séu tengsl hans við Norðvesturkjördæmi margvísleg. „Ég ber hag kjördæmisins fyrir brjósti í raun og sann og átti sæti á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég starfaði sem leiðsögumaður í uppsveitum Borgarfjarðar á árunum 2007-2012. Það svæði þykir mér eitt það fegursta á landinu og legg ég leið mína þangað oft á hverju ári. Þá var föðuramma mín Guðrún Jóhanna Norðdahl fædd og uppalin á Skálmarnesmúla við norðanverðan Breiðafjörð. Þangað kom ég iðulega sem barn á ferðalagi með foreldrum mínum um landið. Ég er mikið náttúrubarn og hef gengið töluvert um kjördæmið, meðal annars á Hornströndum, Hítardal, Holtavörðuheiði, Þorskafirði, Snæfellsnesi, vestanverðum Tröllaskaga og víðar og heillast af fegurð og fjölbreytileika kjördæmisins. Þá er ég eigandi að hlut í tveimur jörðum í kjördæminu, annarri í Skagafirði og hinni á Barðaströnd. Að lokum skal nefnt að sem lögmaður hef ég tekið að mér hagsmunagæslu fyrir einstaklinga búsetta í kjördæminu og rekið mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði, Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi og Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki,“ segir Magnús. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og eiga þau saman tvö börn. Prófkjör Pírata stendur frá 3. til 13. mars. Píratar Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi. Hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda, þar á meðal hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu sem var mikið í fréttum hér á landi síðasta haust og fékk að lokum dvalarleyfi hér á landi eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála. Málefni hælisleitenda í eðli sínu pólitísk Magnús segir málefni hælisleitenda í eðli sínu vera pólitísk og að baráttu hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni,“ segir Magnús. Hann segir þá stjórnmálaflokka, sem hafi farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafi fengið sitt tækifæri og nú sé komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. „Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þannig næst árangur,“ segir Magnús meðal annars í yfirlýsingunni. Í grunninn höfuðborgarbúi en margvísleg tengsl Magnús segir að þótt hann sé í grunninn höfuðborgarbúi séu tengsl hans við Norðvesturkjördæmi margvísleg. „Ég ber hag kjördæmisins fyrir brjósti í raun og sann og átti sæti á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég starfaði sem leiðsögumaður í uppsveitum Borgarfjarðar á árunum 2007-2012. Það svæði þykir mér eitt það fegursta á landinu og legg ég leið mína þangað oft á hverju ári. Þá var föðuramma mín Guðrún Jóhanna Norðdahl fædd og uppalin á Skálmarnesmúla við norðanverðan Breiðafjörð. Þangað kom ég iðulega sem barn á ferðalagi með foreldrum mínum um landið. Ég er mikið náttúrubarn og hef gengið töluvert um kjördæmið, meðal annars á Hornströndum, Hítardal, Holtavörðuheiði, Þorskafirði, Snæfellsnesi, vestanverðum Tröllaskaga og víðar og heillast af fegurð og fjölbreytileika kjördæmisins. Þá er ég eigandi að hlut í tveimur jörðum í kjördæminu, annarri í Skagafirði og hinni á Barðaströnd. Að lokum skal nefnt að sem lögmaður hef ég tekið að mér hagsmunagæslu fyrir einstaklinga búsetta í kjördæminu og rekið mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði, Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi og Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki,“ segir Magnús. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og eiga þau saman tvö börn. Prófkjör Pírata stendur frá 3. til 13. mars.
Píratar Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira