Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Vísir

Fyrrverandi læknir sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

28. febrúar er ár síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist innanlands. Frá þeim tíma hafa rúmlega sex þúsund Íslendingar smitast af veirunni eða um eitt og hálft prósent þjóðarinnar.

Í kvöldfréttum heyrum við í Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, sem er einn þeirra sem enn er að glíma við afleiðingar veirunnar. Einnig verður rætt við Sigríði Zoega, dósent við HÍ, um rannsókn á eftirköstum Covid.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um nýja könnun Maskínu um sölu á Íslandsbanka. Helstu niðurstöður eru að ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölunni.

Við hittum einnig barnafjölskyldu sem flutti á fiskeldisbýli á Barðaströnd og segir þungt í vöfum að vera innan friðlands Vatnsfjarðar. Í neyð sinni ákváðu hjónin á endanum að byggja íbúðarhús í óleyfi á bakka eldistjarnar fremur en að hírast áfram með börnin í örlitlu pallhýsi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×