„Finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2021 22:04 Halldór ásamt aðstoðarmanni sínum Erni Þrastarsyni. vísir/hulda margrét „Þetta er í raun og veru bara mjög dapurt, ég verð að segja það, þetta var klárlega ekki það sem við ætluðum okkur í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Gróttu í kvöld. „Við eigum ekki að sætta okkur við að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu.“ Halldór hrósaði þó Gróttu fyrir sinn leik. „Ég tek ekkert af Gróttumönnum, þeir spiluðu frábærlega á mörgum köflum, en við vorum samt óttalegir aular. Við fáum bara á okkur tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum, það er 4-2 fyrir okkur þegar það eru 10 mínútur búnar af leiknum og við erum að spila hörkuvörn. Svo fáum við 2-3 mörk á okkur og menn fara í eitthvað óöryggi og fara að horfa á næsta mann í staðin fyrir að halda okkur við okkar skipulag. Svo tökum við þetta óöryggi með okkur fram og hættum að skora, hann ver allt sem kemur á markið og við tökum slæmar ákvarðanir sóknarlega.“ Halldór Jóhann var greinilega mjög ósáttur við leik sinna manna í dag og hélt áfram að tala um slæma ákvarðanatöku. „Við ætlum helst að skora tvö mörk í hverri einustu sókn og helst að verjast tvisvar líka. Þetta var bara svona gangur leiksins, við höfðum alltaf tækifæri til að koma okkur almennilega inn í þetta aftur en við bara köstuðum því frá okkur.“ Selfyssingar hafa nú tapað þrem leikjum í röð, en næsti leikur er gegn ÍBV á fimmtudaginn. „Það er mjög stutt á milli og gríðarlega mikilvægt að gíra sig upp í þann leik. Við ætlum auðvitað að vinna þann leik, en við ætluðum líka að vinna Fram og við ætluðum að vinna Hauka, en þetta er bara eitt það slakasta sem ég hef upplifað með Selfossliðið. Ef þetta er ekki eitthvað til að kveikja í mönnum að bæta í þá veit ég ekki hvað. Menn tala um krísu og allt það og mér finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu, ég verð bara að segja alveg eins og er.“ Olís-deild karla UMF Selfoss Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Halldór hrósaði þó Gróttu fyrir sinn leik. „Ég tek ekkert af Gróttumönnum, þeir spiluðu frábærlega á mörgum köflum, en við vorum samt óttalegir aular. Við fáum bara á okkur tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum, það er 4-2 fyrir okkur þegar það eru 10 mínútur búnar af leiknum og við erum að spila hörkuvörn. Svo fáum við 2-3 mörk á okkur og menn fara í eitthvað óöryggi og fara að horfa á næsta mann í staðin fyrir að halda okkur við okkar skipulag. Svo tökum við þetta óöryggi með okkur fram og hættum að skora, hann ver allt sem kemur á markið og við tökum slæmar ákvarðanir sóknarlega.“ Halldór Jóhann var greinilega mjög ósáttur við leik sinna manna í dag og hélt áfram að tala um slæma ákvarðanatöku. „Við ætlum helst að skora tvö mörk í hverri einustu sókn og helst að verjast tvisvar líka. Þetta var bara svona gangur leiksins, við höfðum alltaf tækifæri til að koma okkur almennilega inn í þetta aftur en við bara köstuðum því frá okkur.“ Selfyssingar hafa nú tapað þrem leikjum í röð, en næsti leikur er gegn ÍBV á fimmtudaginn. „Það er mjög stutt á milli og gríðarlega mikilvægt að gíra sig upp í þann leik. Við ætlum auðvitað að vinna þann leik, en við ætluðum líka að vinna Fram og við ætluðum að vinna Hauka, en þetta er bara eitt það slakasta sem ég hef upplifað með Selfossliðið. Ef þetta er ekki eitthvað til að kveikja í mönnum að bæta í þá veit ég ekki hvað. Menn tala um krísu og allt það og mér finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu, ég verð bara að segja alveg eins og er.“
Olís-deild karla UMF Selfoss Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26