IWF kærir MAST til ÚU Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 13:07 The Icelandic Wildlife Fund (IWF) hefur kært Matvælastofnun (MAST) til úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚU) og krefst þess að nefndin hlutist til um að MAST birti upplýsingar um eftirlit með sjókvíaeldisfyrirtækjum í samræmi við lög og reglur. „Við hjá IWF fögnum því að úrskurðarnefndin hefur brugðist hratt við erindi okkar, en staðan er þó sú að þann 2. og 3. mars renna út umsagnafrestir, hjá MAST annars vegar og Umhverfisstofnun hins vegar, vegna breytinga á leyfum Fiskeldis Austfjarða án þess að þessar lögbundnu upplýsingar séu aðgengilegar,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins eða The Icelandic Wildlife Fund (IWF). ÚU hefur tekið málið til meðferðar og kallað eftir gögnum frá aðilum máls. Ný reglugerð um fiskeldi gildi 1. júní 2020 en frá þeim tíma hefur MAST aldrei birt þær upplýsingar sem stofnuninni er skylt að gera. Reglugerðin byggir á lögum sem voru samþykkt á Alþingi 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Málið er liður í langvarandi baráttu IWF við fiskeldisfyrirtækin en ítrekað hafa samtökin bent á þá umhverfisvá sem þeir telja að fylgi einkum sjókvíaeldinu. Ber lögum samkvæmt að birta upplýsingar „Við höfum ítrekað óskað eftir því við MAST að fá aðgang að þessum upplýsingum,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. „Það er fráleit staða að þurfa að leita til úrskurðarnefndarinnar til að fá aðgang að upplýsingum sem MAST er skylt að birta. Sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður og þetta eru mikilvægar upplýsingar um þessa starfsemi.“ Meðal þeirra upplýsinga sem IWF hefur óskað eftir eru skýrslur með lýsingu á því sem fram kom í nýjustu eftirlitsheimsóknum MAST til þeirra fyrirtækja sem stunda sjókvíaeldi hér við land og hvort starfsemin sé í samræmi við rekstrarleyfisskilyrði, en samkvæmt reglugerðinni skal Matvælastofnun „leitast við að birta ofangreint innan tveggja mánaða frá eftirlitsheimsókn.“ Og niðurstöðum vöktunar á viðkomu sníkjudýra og MAST skal birta innan tuttugu daga eftir skil frá sjókvíaeldisfyrirtækjunum samkvæmt reglugerðinni. Segir um óásættanleg lausatök að ræða Jón bendir á að í greinargerð sem fylgdi með drögum að frumvarpinu um breytingar á lagaákvæðum um fiskeldi, og var samþykkt á Alþingi í júní 2019, var sérstakur kafli um bætt eftirlit og upplýsingaskyldu opinberra stofnana um sjókvíaeldisiðnaðinn. Þar kemur fram að því sé ætlað að ætlað að leggja grunn að öflugu og skilvirku eftirliti með fiskeldi. Og krafa gerð um aukna upplýsingagjöf og betra aðgengi almennings að upplýsingum sem tengjast fiskeldi. Jón segir að MAST hafi þessi fyrirmæli að engu. „Þetta ástand er í raun lýsandi fyrir óásættanleg lausatök opinberra stofnana með þessum mengandi iðnaði sem skaðar umhverfið og lífríkið.“ Stjórnsýsla Fiskeldi Félagasamtök Lax Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Við hjá IWF fögnum því að úrskurðarnefndin hefur brugðist hratt við erindi okkar, en staðan er þó sú að þann 2. og 3. mars renna út umsagnafrestir, hjá MAST annars vegar og Umhverfisstofnun hins vegar, vegna breytinga á leyfum Fiskeldis Austfjarða án þess að þessar lögbundnu upplýsingar séu aðgengilegar,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins eða The Icelandic Wildlife Fund (IWF). ÚU hefur tekið málið til meðferðar og kallað eftir gögnum frá aðilum máls. Ný reglugerð um fiskeldi gildi 1. júní 2020 en frá þeim tíma hefur MAST aldrei birt þær upplýsingar sem stofnuninni er skylt að gera. Reglugerðin byggir á lögum sem voru samþykkt á Alþingi 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Málið er liður í langvarandi baráttu IWF við fiskeldisfyrirtækin en ítrekað hafa samtökin bent á þá umhverfisvá sem þeir telja að fylgi einkum sjókvíaeldinu. Ber lögum samkvæmt að birta upplýsingar „Við höfum ítrekað óskað eftir því við MAST að fá aðgang að þessum upplýsingum,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. „Það er fráleit staða að þurfa að leita til úrskurðarnefndarinnar til að fá aðgang að upplýsingum sem MAST er skylt að birta. Sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður og þetta eru mikilvægar upplýsingar um þessa starfsemi.“ Meðal þeirra upplýsinga sem IWF hefur óskað eftir eru skýrslur með lýsingu á því sem fram kom í nýjustu eftirlitsheimsóknum MAST til þeirra fyrirtækja sem stunda sjókvíaeldi hér við land og hvort starfsemin sé í samræmi við rekstrarleyfisskilyrði, en samkvæmt reglugerðinni skal Matvælastofnun „leitast við að birta ofangreint innan tveggja mánaða frá eftirlitsheimsókn.“ Og niðurstöðum vöktunar á viðkomu sníkjudýra og MAST skal birta innan tuttugu daga eftir skil frá sjókvíaeldisfyrirtækjunum samkvæmt reglugerðinni. Segir um óásættanleg lausatök að ræða Jón bendir á að í greinargerð sem fylgdi með drögum að frumvarpinu um breytingar á lagaákvæðum um fiskeldi, og var samþykkt á Alþingi í júní 2019, var sérstakur kafli um bætt eftirlit og upplýsingaskyldu opinberra stofnana um sjókvíaeldisiðnaðinn. Þar kemur fram að því sé ætlað að ætlað að leggja grunn að öflugu og skilvirku eftirliti með fiskeldi. Og krafa gerð um aukna upplýsingagjöf og betra aðgengi almennings að upplýsingum sem tengjast fiskeldi. Jón segir að MAST hafi þessi fyrirmæli að engu. „Þetta ástand er í raun lýsandi fyrir óásættanleg lausatök opinberra stofnana með þessum mengandi iðnaði sem skaðar umhverfið og lífríkið.“
Stjórnsýsla Fiskeldi Félagasamtök Lax Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira