Flestar skammbyssurnar íþrótta- eða atvinnutæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:24 Langflestar byssur á Íslandi eru notaðar til veiða eða íþróttaiðkunar. Lögregla verður ekki mikið vör við að skotvopnum sé smyglað til landsins. Þetta sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi í leyfadeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. RÚV greindi frá því í gær að 4 þúsund skammbyssur væru í einkaeigu á Íslandi. Þá hefur áður komið fram að skotvopn á landinu séu rúmlega 70 þúsund. Að sögn Jónasar eru svokallaðar kindabyssur, sem hann kallar „atvinnutæki“ rúmlega þúsund talsins en langflestar skammbyssurnar eru notaðar til íþróttaiðkunnar. „Viðkomandi þarf að vera tvítugur, það þarf að sækja um leyfi, það þarf að skila læknisvottorði,“ sagði Jónas um kröfurnar sem gerðar eru til byssueigenda. Tveir meðmælendur þurfa að skrifa undir umsókn og þá geta minniháttar lögbrot komið í veg fyrir leyfisveitingu. Í fyrra voru sjö skotvopn tilkynnt stolin. Ekkert þeirra var geymt á þann hátt sem lög kveða á um.Nordicphotos/Getty „Góðkunningjarnir“ frekar með stolnar byssur Krafan um læknisvottorð snýst aðallega um að fá staðfestingu á andeglu ástandi umsækjanda, að sögn Jónasar. Við endurnýjum þarf að vísa fram nýju vottorði og þá geta komið upp mál sem kalla á sérstaka athugun. „Við erum með lögreglukerfið okkar og þar geta komið upp atvik eða veikindi og þá köllum við eftir læknisvottorði,“ útskýrir Jónas. Samkvæmt vopnalögum krefst byssueign þess að skotvopnið sé geymt í læstri „hirslu“ en Jónas segir það þó ekki nánar útskýrt í löggjöfinni. Hins vegar kalli fjórða byssa eiganda á sérstakar ráðstafanir. „Við fjórðu byssu skoðum við skápa betur og erum með sérstaka vinnureglu um þá skápa; veggþykkt og bolta í vegg ef þeir eru léttari en 150 kíló,“ segir Jónas. Aðalatriðið sé að tryggja að óviðkomandi komist ekki í skotvopnin. Jónas segir ómögulegt að segja til um fjölda óskráðra skotvopna á landinu. „En ég held að við sleppum ekkert við það frekar en aðrar þjóðir að vera með eitthvað af slíku,“ segir hann. „Það er þó þannig að í húsleitum og heimsóknum til góðkunningja okkar þá erum við ekki að leggja hald á óskráðar smyglaðar byssur, það eru frekar stolnar byssur sem er þá stolið hérna heima.“ Þá gerist það ekki oft að tollgæslan leggi hald á skotvopn. Lögreglumál Smygl Reykjavík síðdegis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
RÚV greindi frá því í gær að 4 þúsund skammbyssur væru í einkaeigu á Íslandi. Þá hefur áður komið fram að skotvopn á landinu séu rúmlega 70 þúsund. Að sögn Jónasar eru svokallaðar kindabyssur, sem hann kallar „atvinnutæki“ rúmlega þúsund talsins en langflestar skammbyssurnar eru notaðar til íþróttaiðkunnar. „Viðkomandi þarf að vera tvítugur, það þarf að sækja um leyfi, það þarf að skila læknisvottorði,“ sagði Jónas um kröfurnar sem gerðar eru til byssueigenda. Tveir meðmælendur þurfa að skrifa undir umsókn og þá geta minniháttar lögbrot komið í veg fyrir leyfisveitingu. Í fyrra voru sjö skotvopn tilkynnt stolin. Ekkert þeirra var geymt á þann hátt sem lög kveða á um.Nordicphotos/Getty „Góðkunningjarnir“ frekar með stolnar byssur Krafan um læknisvottorð snýst aðallega um að fá staðfestingu á andeglu ástandi umsækjanda, að sögn Jónasar. Við endurnýjum þarf að vísa fram nýju vottorði og þá geta komið upp mál sem kalla á sérstaka athugun. „Við erum með lögreglukerfið okkar og þar geta komið upp atvik eða veikindi og þá köllum við eftir læknisvottorði,“ útskýrir Jónas. Samkvæmt vopnalögum krefst byssueign þess að skotvopnið sé geymt í læstri „hirslu“ en Jónas segir það þó ekki nánar útskýrt í löggjöfinni. Hins vegar kalli fjórða byssa eiganda á sérstakar ráðstafanir. „Við fjórðu byssu skoðum við skápa betur og erum með sérstaka vinnureglu um þá skápa; veggþykkt og bolta í vegg ef þeir eru léttari en 150 kíló,“ segir Jónas. Aðalatriðið sé að tryggja að óviðkomandi komist ekki í skotvopnin. Jónas segir ómögulegt að segja til um fjölda óskráðra skotvopna á landinu. „En ég held að við sleppum ekkert við það frekar en aðrar þjóðir að vera með eitthvað af slíku,“ segir hann. „Það er þó þannig að í húsleitum og heimsóknum til góðkunningja okkar þá erum við ekki að leggja hald á óskráðar smyglaðar byssur, það eru frekar stolnar byssur sem er þá stolið hérna heima.“ Þá gerist það ekki oft að tollgæslan leggi hald á skotvopn.
Lögreglumál Smygl Reykjavík síðdegis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira