Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 10:07 Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Grindavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Ölfus Mosfellsbær Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira