Bjuggust ekki við að sjá þetta hjá Valsmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 13:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar kannski ekki mikið en skiptir engu að síður gríðarlega miklu máli fyrir Valsliðið. Vísir/Bára Sportið í dag fór yfir það hvernig Valsmenn komu til baka eftir klúðrið fyrir norðan og unnu einn flottasta sigur tímabilsins í Olís deild karla í handbolta. Valsmenn hafa verið í miklum vandræðum eftir að Olís deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé en það var allt annað að sjá liðið í stórsigri á Aftureldingu í síðustu umferð. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu Valsliðið í nýjast hlaðvarpsþætti Sportsins í dag á Vísi. „Það kviknaði heldur betur á þeim í gær,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í upphafi umræðunnar um Valsliðið. „Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir var algjörlega sammála honum í því. „Ég sá þetta engan veginn fyrir. Þessi rosalegi kraftur og fyrir mér er stóri munurinn er að við erum að sjá að stóru leyti að sjá hversu rosalegt mikilvægi Þorgils Jóns Svölu Baldurssonar fyrir þetta Valslið. Vinnslan, tempóið og öll áræðni í liðinu sérstaklega varnarlega,“ sagði Henry Birgir. „Við sáum þá fá á baukinn um daginn þegar þeir fengu á sig 35 mörk. Þeir jarða Aftureldingu og fá á sig tíu mörk í fyrri hálfleiknum. Þorgils færir liðinu svo mikið þó svo að hann sé bara orðinn einhver sjötíu prósent maður,“ sagði Henry Birgir. „Hann er ekki einu sinni alveg heill,“ sagði Ríkharð. Henry sagði að Þorgils hefði spilað tíu mínútur í hvorum hálfleik á móti KA fyrir norðan en spilaði fimmtán til tuttugu mínútur í hálfleik á móti Aftureldingu. Róbert Aron Hostert er síðan að koma inn í næsta leik en hann er líka mjög góður varnarmaður auk þess að vera afburðarsóknarmaður líka. „Ég held að Valsmenn séu að fara að ná vopnum sínum en þetta var rosalega mikilvægt hvernig þeir settu tóninn í þessum leik upp á framhaldið að gera. Þeir létu önnur lið vita að þeir væru ekki að fara neitt,“ sagði Ríkharð. Það má heyra þetta og það sem þeir sögðu um markmenn Valsliðsins og Hreiðar Levý Guðmundsson í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Valur Sportið í dag Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Valsmenn hafa verið í miklum vandræðum eftir að Olís deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé en það var allt annað að sjá liðið í stórsigri á Aftureldingu í síðustu umferð. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu Valsliðið í nýjast hlaðvarpsþætti Sportsins í dag á Vísi. „Það kviknaði heldur betur á þeim í gær,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í upphafi umræðunnar um Valsliðið. „Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir var algjörlega sammála honum í því. „Ég sá þetta engan veginn fyrir. Þessi rosalegi kraftur og fyrir mér er stóri munurinn er að við erum að sjá að stóru leyti að sjá hversu rosalegt mikilvægi Þorgils Jóns Svölu Baldurssonar fyrir þetta Valslið. Vinnslan, tempóið og öll áræðni í liðinu sérstaklega varnarlega,“ sagði Henry Birgir. „Við sáum þá fá á baukinn um daginn þegar þeir fengu á sig 35 mörk. Þeir jarða Aftureldingu og fá á sig tíu mörk í fyrri hálfleiknum. Þorgils færir liðinu svo mikið þó svo að hann sé bara orðinn einhver sjötíu prósent maður,“ sagði Henry Birgir. „Hann er ekki einu sinni alveg heill,“ sagði Ríkharð. Henry sagði að Þorgils hefði spilað tíu mínútur í hvorum hálfleik á móti KA fyrir norðan en spilaði fimmtán til tuttugu mínútur í hálfleik á móti Aftureldingu. Róbert Aron Hostert er síðan að koma inn í næsta leik en hann er líka mjög góður varnarmaður auk þess að vera afburðarsóknarmaður líka. „Ég held að Valsmenn séu að fara að ná vopnum sínum en þetta var rosalega mikilvægt hvernig þeir settu tóninn í þessum leik upp á framhaldið að gera. Þeir létu önnur lið vita að þeir væru ekki að fara neitt,“ sagði Ríkharð. Það má heyra þetta og það sem þeir sögðu um markmenn Valsliðsins og Hreiðar Levý Guðmundsson í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Valur Sportið í dag Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira