Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 11:58 Kjarasamningsbundnar launahækkanir tóku víða gildi eftir áramót. Vísir/vilhelm Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Rekja má hækkunina milli desember og janúar til þess að 1. janúar urðu launahækkanir á nær öllum vinnumarkaðnum á sama tíma. Lægstu laun innan kauptaxtakerfisins hækkuðu um 24 þúsund krónur á mánuði og hærri laun um 15.750 krónur. Töluverð hækkun launavísitölunnar í janúar kom því ekki á óvart og mögulega mun hún hækka eitthvað í febrúar vegna þessa, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli janúarmánaða 2019 og 2020 en launavísitalan hækkaði um 10,3% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukning milli ára er 5,8%. „Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi, þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala hefur haldið nokkuð vel síðustu mánuði og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.“ Stytting vinnuvikunnar ígildi launahækkunar Þá bent á í Hagsjá Landsbankans að stytting vinnutíma sé talin ígildi launabreytinga og hafi því áhrif á launavísitölu. Þann 1. janúar tóku gildi ákvæði í kjarasamningum á opinberum markaði sem styttu vinnuviku um þrettán mínútur á dag hjá launafólki á mánaðarlaunum í dagvinnu. Áhrif styttingar vinnutíma á launavísitölu á tímabilinu frá 2019 fram til nóvember 2020 hafa verið metin um 0,8 prósentustig. Fyrsta mat Hagstofunnar á áhrifum vinnutímastyttingar í janúar 2021 á launavísitöluna er um 0,4 prósentustig, eða rúmlega 10% af breytingu vísitölunnar um áramót. Í nóvember höfðu laun á opinbera markaðnum hækkað um 9,9% milli ára, öllu meira hjá sveitarfélögunum en ríkinu. Á sama tíma hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6,4%, af því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnumarkaður Íslenska krónan Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. 27. janúar 2021 09:23 Kaupmáttur launa aldrei hærri Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. 23. júlí 2020 19:56 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Rekja má hækkunina milli desember og janúar til þess að 1. janúar urðu launahækkanir á nær öllum vinnumarkaðnum á sama tíma. Lægstu laun innan kauptaxtakerfisins hækkuðu um 24 þúsund krónur á mánuði og hærri laun um 15.750 krónur. Töluverð hækkun launavísitölunnar í janúar kom því ekki á óvart og mögulega mun hún hækka eitthvað í febrúar vegna þessa, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli janúarmánaða 2019 og 2020 en launavísitalan hækkaði um 10,3% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukning milli ára er 5,8%. „Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi, þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala hefur haldið nokkuð vel síðustu mánuði og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.“ Stytting vinnuvikunnar ígildi launahækkunar Þá bent á í Hagsjá Landsbankans að stytting vinnutíma sé talin ígildi launabreytinga og hafi því áhrif á launavísitölu. Þann 1. janúar tóku gildi ákvæði í kjarasamningum á opinberum markaði sem styttu vinnuviku um þrettán mínútur á dag hjá launafólki á mánaðarlaunum í dagvinnu. Áhrif styttingar vinnutíma á launavísitölu á tímabilinu frá 2019 fram til nóvember 2020 hafa verið metin um 0,8 prósentustig. Fyrsta mat Hagstofunnar á áhrifum vinnutímastyttingar í janúar 2021 á launavísitöluna er um 0,4 prósentustig, eða rúmlega 10% af breytingu vísitölunnar um áramót. Í nóvember höfðu laun á opinbera markaðnum hækkað um 9,9% milli ára, öllu meira hjá sveitarfélögunum en ríkinu. Á sama tíma hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6,4%, af því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans.
Vinnumarkaður Íslenska krónan Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. 27. janúar 2021 09:23 Kaupmáttur launa aldrei hærri Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. 23. júlí 2020 19:56 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. 27. janúar 2021 09:23
Kaupmáttur launa aldrei hærri Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. 23. júlí 2020 19:56