Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 17:47 Þorbjörg var gagnrýnin á símhringingar dómsmálaráðherra á aðfangadag. „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ Þannig spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag en greint hefur verið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag. Lögregla hafði þá sent út verkefnaskrá, þar sem meðal annars kom fram að ónefndur ráðherra hefði verið staddur á samkomu þar sem tilkynnt var um sóttvarnabrot. Í ljós koma að um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þorbjörg sagðist í ræðu sinni ekki að ætla að fullyrða neitt um ástæður dómsmálaráðherra en sagði að með símhringingum sínum hefði hún auðveldlega getað sett lögreglustjóra í óþægilega stöðu. „Krafan er ekki bara sú að stjórnvöld tjái sig ekki um einstök mál heldur gæti þess í hvívetna að snerta ekki á þeim heldur og að þau gefi aldrei annað til kynna. Mér finnst símtal ráðherra til lögreglustjóra á þessum tímapunkti því miður til þess fallið að vekja upp spurningar á skilningi á þessum mörkum. Ég ber fullt og óskorað traust til lögreglunnar í þessu máli sem öðrum en hegðun og gerðir ráðherra þennan dag finnst mér hins vegar mikill dómgreindarbrestur og kalla á það að ráðherra svari því af hvaða ástæðu hún hafði samband við lögreglustjóra þennan dag og eftir hverju hún var að leita.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þannig spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag en greint hefur verið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag. Lögregla hafði þá sent út verkefnaskrá, þar sem meðal annars kom fram að ónefndur ráðherra hefði verið staddur á samkomu þar sem tilkynnt var um sóttvarnabrot. Í ljós koma að um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þorbjörg sagðist í ræðu sinni ekki að ætla að fullyrða neitt um ástæður dómsmálaráðherra en sagði að með símhringingum sínum hefði hún auðveldlega getað sett lögreglustjóra í óþægilega stöðu. „Krafan er ekki bara sú að stjórnvöld tjái sig ekki um einstök mál heldur gæti þess í hvívetna að snerta ekki á þeim heldur og að þau gefi aldrei annað til kynna. Mér finnst símtal ráðherra til lögreglustjóra á þessum tímapunkti því miður til þess fallið að vekja upp spurningar á skilningi á þessum mörkum. Ég ber fullt og óskorað traust til lögreglunnar í þessu máli sem öðrum en hegðun og gerðir ráðherra þennan dag finnst mér hins vegar mikill dómgreindarbrestur og kalla á það að ráðherra svari því af hvaða ástæðu hún hafði samband við lögreglustjóra þennan dag og eftir hverju hún var að leita.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16