Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 21:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að forgangsröðun hafi verið breytt til að tryggja að íslenskar raddir myndu ekki hverfa úr snjalltækjunum. Getty/Aðsend Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. Byrjað var að þróa nýjan talgervil í fyrra sem hluta af máltækniáætlun stjórnvalda og gert ráð fyrir að hann yrði til fyrir Android á næstu tveimur árum. Nú er stefnt að því að hann verði tilbúinn í vor, skömmu áður en íslensku raddirnar Karl og Dóra verða óaðgengilegar í hugbúnaðarveitunni Google Play. Fjöldi Íslendinga, þar á meðal blindir og sjónskertir, reiða sig á raddirnar við skjálestur og til að nota síma sína en stærstur hluti snjallsíma hér á landi notast við Android-stýrikerfið. Apple hefur ekki stutt íslensku raddirnar í sínum snjalltækjum fram að þessu. Erfitt að fá þær til að virka með nýjum tækjum Blindrafélagið greindi frá því í síðustu viku að miklar líkur væru á því að Karl og Dóra hætti að virka í tækjum sem uppfærð eru í Android 11, nýjustu útgáfu stýrikerfisins. Flókið hefur reynst fyrir Blindrafélagið að sinna viðhaldi talgervlanna eftir að tæknirisinn Amazon keypti framleiðanda raddanna og er nú orðið mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjum stýrikerfisuppfærslum. „Við erum að breyta forgangsröðun til að leysa úr þessu,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfseignarstofnunarinnar Almannaróms, sem sér um framkvæmd máltækniáætlunar. „Almannarómur og SÍM - Samstarf um íslenska máltækni, verktakinn sem vinnur að þessu, munu leggja allt kapp á koma nothæfri útgáfu talgervils í Android sem fyrst og helst áður en núverandi app verður tekið úr Google Play Store sem er í ágúst 2021.“ Almannarómur hefur sömuleiðis yfirumsjón með þróun talgreinis, vélþýðinga, sjálfvirkra leiðréttinga og gagnasafna sem er ætlað að gera íslenskunni betur kleift að þrífast í stafrænum heimi. Allar tæknilausnirnar eru gefnar út með opnum leyfum sem heimila hverjum sem er að nýta tæknina að endurgjaldslausu. Nýi talgervillinn betri en þeir gömlu „Í máltækniáætlun er gert ráð fyrir að hægt verði að nýta kjarnahugbúnað eins og talgreiningu, talgervingu og málgreini í snjalltækjum. Við erum í rauninni að flýta þeim hluta að þróa talgervingu fyrir Android og draga þá bara á móti úr vægi annarra þátta á þessu verkefnisári,“ segir Jóhanna. Núgildandi áætlun gildir til fjögurra til fimm ára og lauk fyrsta verkefnisári í fyrra. Að sögn Jóhönnu eru um 1,4 milljarðar króna áætlaðir í þróun áðurnefndra máltæknilausna á þessu tímabili. Hún segir að nýi talgervillinn verði tæknilega fullkomnari en Karl og Dóra enda hafi tækninni fleygt mikið fram frá því að þær komu á markaðinn árið 2012. Þurftu að vera sveigjanleg Jóhanna segir að þróun máltæknihugbúnaðar fyrir snjalltæki byggi á því að það liggi fyrir ákveðin grunntækni sem byggi svo á gagnasöfnun. „Ætlunin var að setja áframhaldandi kraft í þróun á þessari grunntækni og taka þessi skref á þriðja verkefnisári en við höfum ákveðið að flýta þróun talgervingar fyrir Android og hún verður gerð óháð niðurstöðum úr grunntækninni.“ Þannig verður tæknilausnin fyrir Android gefin út þrátt fyrir að grunntæknin sé ekki komin á endanlegt stig og verður svo uppfærð eftir því sem grunntækninni fleygir fram. „Við neyðumst auðvitað til þess að vera mjög sveigjanleg til að tækla þetta,“ segir Jóhanna. Vonar að Apple svari kallinu Hún vonast til þess að Apple og aðrir erlendir tæknirisar innleiði íslenska máltækni í náinni framtíð. „Þessir tæknirisar þurfa auðvitað ekki að gera neitt og það er kannski gallinn en það sem við getum gert hins vegar er að framleiða góða grunntækni sem uppfyllir þá staðla sem þarf að uppfylla til þess að þessir tæknirisar geti nýtt þetta. Það skipir auðvitað mjög miklu máli að þetta sé að þeim gæðum sem þarf og ekki síður að þetta sé endurgjaldslaust svo allir geta tekið þessar lausnir upp.“ Tækni Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Byrjað var að þróa nýjan talgervil í fyrra sem hluta af máltækniáætlun stjórnvalda og gert ráð fyrir að hann yrði til fyrir Android á næstu tveimur árum. Nú er stefnt að því að hann verði tilbúinn í vor, skömmu áður en íslensku raddirnar Karl og Dóra verða óaðgengilegar í hugbúnaðarveitunni Google Play. Fjöldi Íslendinga, þar á meðal blindir og sjónskertir, reiða sig á raddirnar við skjálestur og til að nota síma sína en stærstur hluti snjallsíma hér á landi notast við Android-stýrikerfið. Apple hefur ekki stutt íslensku raddirnar í sínum snjalltækjum fram að þessu. Erfitt að fá þær til að virka með nýjum tækjum Blindrafélagið greindi frá því í síðustu viku að miklar líkur væru á því að Karl og Dóra hætti að virka í tækjum sem uppfærð eru í Android 11, nýjustu útgáfu stýrikerfisins. Flókið hefur reynst fyrir Blindrafélagið að sinna viðhaldi talgervlanna eftir að tæknirisinn Amazon keypti framleiðanda raddanna og er nú orðið mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjum stýrikerfisuppfærslum. „Við erum að breyta forgangsröðun til að leysa úr þessu,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfseignarstofnunarinnar Almannaróms, sem sér um framkvæmd máltækniáætlunar. „Almannarómur og SÍM - Samstarf um íslenska máltækni, verktakinn sem vinnur að þessu, munu leggja allt kapp á koma nothæfri útgáfu talgervils í Android sem fyrst og helst áður en núverandi app verður tekið úr Google Play Store sem er í ágúst 2021.“ Almannarómur hefur sömuleiðis yfirumsjón með þróun talgreinis, vélþýðinga, sjálfvirkra leiðréttinga og gagnasafna sem er ætlað að gera íslenskunni betur kleift að þrífast í stafrænum heimi. Allar tæknilausnirnar eru gefnar út með opnum leyfum sem heimila hverjum sem er að nýta tæknina að endurgjaldslausu. Nýi talgervillinn betri en þeir gömlu „Í máltækniáætlun er gert ráð fyrir að hægt verði að nýta kjarnahugbúnað eins og talgreiningu, talgervingu og málgreini í snjalltækjum. Við erum í rauninni að flýta þeim hluta að þróa talgervingu fyrir Android og draga þá bara á móti úr vægi annarra þátta á þessu verkefnisári,“ segir Jóhanna. Núgildandi áætlun gildir til fjögurra til fimm ára og lauk fyrsta verkefnisári í fyrra. Að sögn Jóhönnu eru um 1,4 milljarðar króna áætlaðir í þróun áðurnefndra máltæknilausna á þessu tímabili. Hún segir að nýi talgervillinn verði tæknilega fullkomnari en Karl og Dóra enda hafi tækninni fleygt mikið fram frá því að þær komu á markaðinn árið 2012. Þurftu að vera sveigjanleg Jóhanna segir að þróun máltæknihugbúnaðar fyrir snjalltæki byggi á því að það liggi fyrir ákveðin grunntækni sem byggi svo á gagnasöfnun. „Ætlunin var að setja áframhaldandi kraft í þróun á þessari grunntækni og taka þessi skref á þriðja verkefnisári en við höfum ákveðið að flýta þróun talgervingar fyrir Android og hún verður gerð óháð niðurstöðum úr grunntækninni.“ Þannig verður tæknilausnin fyrir Android gefin út þrátt fyrir að grunntæknin sé ekki komin á endanlegt stig og verður svo uppfærð eftir því sem grunntækninni fleygir fram. „Við neyðumst auðvitað til þess að vera mjög sveigjanleg til að tækla þetta,“ segir Jóhanna. Vonar að Apple svari kallinu Hún vonast til þess að Apple og aðrir erlendir tæknirisar innleiði íslenska máltækni í náinni framtíð. „Þessir tæknirisar þurfa auðvitað ekki að gera neitt og það er kannski gallinn en það sem við getum gert hins vegar er að framleiða góða grunntækni sem uppfyllir þá staðla sem þarf að uppfylla til þess að þessir tæknirisar geti nýtt þetta. Það skipir auðvitað mjög miklu máli að þetta sé að þeim gæðum sem þarf og ekki síður að þetta sé endurgjaldslaust svo allir geta tekið þessar lausnir upp.“
Tækni Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira