Lögregluaðgerð við MH vegna sprengjuhótunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 08:31 Heimildir fréttastofu herma að skólanum hafi borist sprengjuhótun. Vísir/Vilhelm Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum klukkan 08:52 í morgun. Í tilkynningunni segir að um leið og lögreglu var tilkynnt um málið hafi verið brugðist við og gripið til viðeigandi ráðstafana sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum er nú lokið á vettvangi. Skólastjórnendur hafa verið upplýstir um það og taka ákvörðun um skólahald í dag að sögn lögreglu. Ekkert verður kennt í MH fyrir hádegi í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar meðal annars kölluð út. Í tölvupósti sem Steinn Jóhannsson rektor MH sendi nemendum og forráðamönnum í morgun sagði að kennsla myndi falla niður fram að hádegi í dag af óviðráðanlegum orsökum. Fjöldi lögreglubíla var við skólann í morgun og meinuðu lögreglumenn öllum aðgang að öllum aðkeyrslum að skólalóðinni. Þegar ljósmyndari Vísi kom á vettvang upp úr klukkan hálfníu voru allir lögreglubílar á bak og burt sem og sprengjuleitarbíll Gæslunnar. Aðgerðum var því þá að mestu leyti lokið á vettvangi. Tilkynning lögreglu: Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og því fellur skólahald þar niður framan af degi. Um leið og lögreglu var tilkynnt um málið brást hún þegar við og gripið var til viðeigandi ráðstafana, sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum á vettvangi er lokið og hafa skólastjórnendur verið upplýstir um það, en þeir taka ákvörðun um skólahald í dag. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin var uppfærð kl. 09:02. Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum klukkan 08:52 í morgun. Í tilkynningunni segir að um leið og lögreglu var tilkynnt um málið hafi verið brugðist við og gripið til viðeigandi ráðstafana sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum er nú lokið á vettvangi. Skólastjórnendur hafa verið upplýstir um það og taka ákvörðun um skólahald í dag að sögn lögreglu. Ekkert verður kennt í MH fyrir hádegi í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar meðal annars kölluð út. Í tölvupósti sem Steinn Jóhannsson rektor MH sendi nemendum og forráðamönnum í morgun sagði að kennsla myndi falla niður fram að hádegi í dag af óviðráðanlegum orsökum. Fjöldi lögreglubíla var við skólann í morgun og meinuðu lögreglumenn öllum aðgang að öllum aðkeyrslum að skólalóðinni. Þegar ljósmyndari Vísi kom á vettvang upp úr klukkan hálfníu voru allir lögreglubílar á bak og burt sem og sprengjuleitarbíll Gæslunnar. Aðgerðum var því þá að mestu leyti lokið á vettvangi. Tilkynning lögreglu: Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og því fellur skólahald þar niður framan af degi. Um leið og lögreglu var tilkynnt um málið brást hún þegar við og gripið var til viðeigandi ráðstafana, sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum á vettvangi er lokið og hafa skólastjórnendur verið upplýstir um það, en þeir taka ákvörðun um skólahald í dag. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin var uppfærð kl. 09:02.
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira