Rektor MH: „Auðvitað er manni brugðið að fá svona tölvupóst“ Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2021 10:14 Steinn Jóhannsson er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. „Auðvitað er manni brugðið að sjá svona tölvupóst,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um sprengjuhótunina sem send var á skólann í nótt. Lögregla var með mikinn viðbúnað við skólann í morgun vegna málsins, en nú hefur verið greint frá því að sambærilegar hótanir hafi verið sendar á þrjár stofnanir til viðbótar í nótt og gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum. Steinn segir að hótunin hafi borist á netfang skólans. „Tölvupósturinn var á ensku og þar var sagt að það væri sprengja í skólanum sem myndi springa í dag. Við vöknum greinilega snemma í MH, því ég fæ póstinn frá skrifstofunni rétt fyrir sjö, er svo sestur við mitt skrifborð um 7:20. Við vorum þrír starfsmenn í húsi svo við þurfum ekkert að rýma skólann. Við lokum skólanum strax og á meðan verið er að loka skólanum þá er haft samband við lögreglu sem er mætt um tíu mínútum síðar. Þeir voru bara komnir á staðinn um hálf átta. Þetta gekk mjög vel og lán að við skyldum geta brugðist við áður en einhver var kominn í bygginguna.“ Þekkir ekki til sendandans Steinn segist ekki þekkja til þess einstaklings sem sendi hótunina. „Ég hef aldrei séð þetta nafn áður sem kom fyrir í tölvupóstinum.“ Hann segir að auðvitað er manni brugðið að sjá tölvupóst sem þennan. „Maður tekur þetta alvarlega. Ég tel að við brugðust hárrétt við, það er ákveðin viðbragðsáætlun í gildi þegar svona kemur upp sem framhaldsskólar fylgja.“ Kennsla hefst á ný í skólanum 12:55 og segist Steinn gera ráð fyrir að nemendur mæti af fullum krafti í skólann. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Lögregla var með mikinn viðbúnað við skólann í morgun vegna málsins, en nú hefur verið greint frá því að sambærilegar hótanir hafi verið sendar á þrjár stofnanir til viðbótar í nótt og gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum. Steinn segir að hótunin hafi borist á netfang skólans. „Tölvupósturinn var á ensku og þar var sagt að það væri sprengja í skólanum sem myndi springa í dag. Við vöknum greinilega snemma í MH, því ég fæ póstinn frá skrifstofunni rétt fyrir sjö, er svo sestur við mitt skrifborð um 7:20. Við vorum þrír starfsmenn í húsi svo við þurfum ekkert að rýma skólann. Við lokum skólanum strax og á meðan verið er að loka skólanum þá er haft samband við lögreglu sem er mætt um tíu mínútum síðar. Þeir voru bara komnir á staðinn um hálf átta. Þetta gekk mjög vel og lán að við skyldum geta brugðist við áður en einhver var kominn í bygginguna.“ Þekkir ekki til sendandans Steinn segist ekki þekkja til þess einstaklings sem sendi hótunina. „Ég hef aldrei séð þetta nafn áður sem kom fyrir í tölvupóstinum.“ Hann segir að auðvitað er manni brugðið að sjá tölvupóst sem þennan. „Maður tekur þetta alvarlega. Ég tel að við brugðust hárrétt við, það er ákveðin viðbragðsáætlun í gildi þegar svona kemur upp sem framhaldsskólar fylgja.“ Kennsla hefst á ný í skólanum 12:55 og segist Steinn gera ráð fyrir að nemendur mæti af fullum krafti í skólann.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira