„Mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:00 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ. Vísir/Baldur Íþróttahreyfingin fagnaði þegar 200 áhorfendur voru leyfðir á kappleikjum hér á landi en þar með er ekki öll sagan sögð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, fór yfir stöðuna í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. „Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
„Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira