Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir hafa bæði verið að gera frábæra hluti í The Open undanfarin ár. vísir/vilhelm Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara. CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara.
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira