Tökum pláss og verum breytingin Bjarklind Björk Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 09:30 Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera fyrsta konan að gera eitthvað. Að heyra upplifanir fyrirmynda í bland við reynslusögur getur gert fyrirmyndirnar mannlegri og stóra drauma, eins og minn, ekki jafn fjarlæga. Það er engin ein leið rétt fyrir okkur öll, heldur eru þær eins ólíkar og við erum mörg. Sama hvaðan þú kemur eða hvert þú ert að fara þá getur þú haft áhrif á þeim stað sem þú ert hverju sinni. Það þarf hugrekki til að storka norminu og breyta úreltum hugsunum. Við þurfum að treysta innsæinu okkar og finna kraftinn sem býr innra með hverju og einu okkar. Öll getum viðhaft jákvæð áhrif á okkar nærumhverfi. Af hverju ekki að byrja þar? Við í UAK viljum hvetja fólk til að verða hluti af breytingunni og taka þátt. Margt smátt gerir eitt stórt og við þurfum ekki að sigra heiminn á einu bretti til að vera breytingin. Lítum inná við og skoðum: hvað höfum við til málanna að leggja? Hvetjum hvort annað og verum fyrirmyndir. Ef hún getur það af hverju ekki ég? Látum í okkur heyra þegar við verðum vör við ójafnrétti og stöndum saman. Ísland hefur verið í fyrsta sæti í hinum ýmsu jafnréttisvísum um allan heim mörg ár í röð. Árangri fylgir ábyrgð og við á Íslandi þurfum að axla þá ábyrgð. Við ættum öll að líta í eigin barm og taka ábyrgðina til okkar. Hugsaðu: hvað get ég gert til þess að stuðla að jafnrétti? Við höfum svo sannarlega séð í kringum heimsfaraldurinn hvað getur gerst á skömmum tíma þegar viljinn er fyrir hendi. Hver er þá raunverulegur vilji fyrir jafnrétti kynjanna? Við þurfum að þrýsta á fólk í áhrifastöðum að taka ábyrgðina til sín og bregðast skjótt við svo við þurfum ekki að bíða í mörg ár eftir raunverulegum breytingum í jafnréttismálum. Ég veit ekki með ykkur en við í UAK erum allavegana ekki tilbúnar til þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist, heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í. En hvernig samfélag er það? Og hvernig komumst við þangað? Vinnuumhverfi nútímans er í grunninn skapað af körlum fyrir karla. Körlum sem áttu konur sem gátu hugsað um fjölskylduna og heimilið á meðan þeir voru í vinnunni. Það er sem betur fer ekki raunveruleikinn sem við á Íslandi þekkjum í dag. Meirihluti fólks tekur virkan þátt í vinnumarkaðnum enda hefur margt breyst til hins betra síðustu ár. En hvernig getum við þá búið til raunhæfar kröfur svo nútímafólk geti náð árangri í starfi? Er það draumur okkar að vinna á kvöldin og um helgar til þess að eiga möguleika á frama? Þar sem jafnvægi ríkir er mun líklegra að árangur náist til lengri tíma litið. Mögulega þarf þá bara að endurskilgreina árangur. Fyrir hvað er hrósað og fyrir hvað er borgað? Af hverju metum við það minna sem samfélag að gæta komandi kynslóðar og ala upp virka samfélagsþegna en að gæta peninganna okkar og hanna byggingar? Gæti þetta tengst gildismati okkar á kynjunum og úreltum stöðlum? Mörgum staðalímyndum þarf að breyta þegar kemur að hlutverkum kynjanna á vinnumarkaði og við tökum þátt í þeim breytingum. Sama hvernig við sjáum vinnumarkað framtíðarinnar fyrir okkur þá er eitt víst. Við þurfum fjölbreytta einstaklinga til að koma að því að móta vinnuumhverfi sem hentar öllum og skapa rými fyrir alla til að eiga möguleika á að ná árangri! Breytingar geta tekið langan tíma. Alþjóðaefnahagsráðið tekur út stöðu jafnréttismála árlega og árið 2019 var því spáð að fullu jafnrétti yrði ekki náð í heiminum fyrr en eftir tæp 100 ár. Við ætlum því að gera það sem í okkar valdi stendur til að vera hluti af breytingunni. Krafturinn sem ég fyllist þegar ég sé aðrar konur ná árangri og ryðja brautina er ólýsanlegur. Þær brjóta glerþök og eru fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég veit að ég er ekki ein um það. Ég nefndi áðan drauminn minn sem barn að verða fyrsta konan til að gera eitthvað. Nú hafa sem betur fer svo margar rutt brautina á hinum ýmsum sviðum að draumar mínir hafa breyst. Nú dreymir mig um að vinna í umhverfi þar sem ég er ekki fyrsta konan heldur ein af mörgum í umhverfi þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Það á ekki að vera bara pláss fyrir eina konu við borðið, það er nóg pláss fyrir okkur allar! Verum óhræddar við að taka það pláss sem við eigum skilið! Treystum því að við séum nóg og leyfum samfélaginu ekki að brjóta okkur niður. Hættum að vera hræddar við að gera mistök, minnkum pressuna á okkur sjálfar. Við þurfum ekki að vera fullkomnar! Höfundur er ráðstefnustjóri UAK og greinin er unnin úr opnunarræðu hennar á ráðstefnu UAK Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera fyrsta konan að gera eitthvað. Að heyra upplifanir fyrirmynda í bland við reynslusögur getur gert fyrirmyndirnar mannlegri og stóra drauma, eins og minn, ekki jafn fjarlæga. Það er engin ein leið rétt fyrir okkur öll, heldur eru þær eins ólíkar og við erum mörg. Sama hvaðan þú kemur eða hvert þú ert að fara þá getur þú haft áhrif á þeim stað sem þú ert hverju sinni. Það þarf hugrekki til að storka norminu og breyta úreltum hugsunum. Við þurfum að treysta innsæinu okkar og finna kraftinn sem býr innra með hverju og einu okkar. Öll getum viðhaft jákvæð áhrif á okkar nærumhverfi. Af hverju ekki að byrja þar? Við í UAK viljum hvetja fólk til að verða hluti af breytingunni og taka þátt. Margt smátt gerir eitt stórt og við þurfum ekki að sigra heiminn á einu bretti til að vera breytingin. Lítum inná við og skoðum: hvað höfum við til málanna að leggja? Hvetjum hvort annað og verum fyrirmyndir. Ef hún getur það af hverju ekki ég? Látum í okkur heyra þegar við verðum vör við ójafnrétti og stöndum saman. Ísland hefur verið í fyrsta sæti í hinum ýmsu jafnréttisvísum um allan heim mörg ár í röð. Árangri fylgir ábyrgð og við á Íslandi þurfum að axla þá ábyrgð. Við ættum öll að líta í eigin barm og taka ábyrgðina til okkar. Hugsaðu: hvað get ég gert til þess að stuðla að jafnrétti? Við höfum svo sannarlega séð í kringum heimsfaraldurinn hvað getur gerst á skömmum tíma þegar viljinn er fyrir hendi. Hver er þá raunverulegur vilji fyrir jafnrétti kynjanna? Við þurfum að þrýsta á fólk í áhrifastöðum að taka ábyrgðina til sín og bregðast skjótt við svo við þurfum ekki að bíða í mörg ár eftir raunverulegum breytingum í jafnréttismálum. Ég veit ekki með ykkur en við í UAK erum allavegana ekki tilbúnar til þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist, heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í. En hvernig samfélag er það? Og hvernig komumst við þangað? Vinnuumhverfi nútímans er í grunninn skapað af körlum fyrir karla. Körlum sem áttu konur sem gátu hugsað um fjölskylduna og heimilið á meðan þeir voru í vinnunni. Það er sem betur fer ekki raunveruleikinn sem við á Íslandi þekkjum í dag. Meirihluti fólks tekur virkan þátt í vinnumarkaðnum enda hefur margt breyst til hins betra síðustu ár. En hvernig getum við þá búið til raunhæfar kröfur svo nútímafólk geti náð árangri í starfi? Er það draumur okkar að vinna á kvöldin og um helgar til þess að eiga möguleika á frama? Þar sem jafnvægi ríkir er mun líklegra að árangur náist til lengri tíma litið. Mögulega þarf þá bara að endurskilgreina árangur. Fyrir hvað er hrósað og fyrir hvað er borgað? Af hverju metum við það minna sem samfélag að gæta komandi kynslóðar og ala upp virka samfélagsþegna en að gæta peninganna okkar og hanna byggingar? Gæti þetta tengst gildismati okkar á kynjunum og úreltum stöðlum? Mörgum staðalímyndum þarf að breyta þegar kemur að hlutverkum kynjanna á vinnumarkaði og við tökum þátt í þeim breytingum. Sama hvernig við sjáum vinnumarkað framtíðarinnar fyrir okkur þá er eitt víst. Við þurfum fjölbreytta einstaklinga til að koma að því að móta vinnuumhverfi sem hentar öllum og skapa rými fyrir alla til að eiga möguleika á að ná árangri! Breytingar geta tekið langan tíma. Alþjóðaefnahagsráðið tekur út stöðu jafnréttismála árlega og árið 2019 var því spáð að fullu jafnrétti yrði ekki náð í heiminum fyrr en eftir tæp 100 ár. Við ætlum því að gera það sem í okkar valdi stendur til að vera hluti af breytingunni. Krafturinn sem ég fyllist þegar ég sé aðrar konur ná árangri og ryðja brautina er ólýsanlegur. Þær brjóta glerþök og eru fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég veit að ég er ekki ein um það. Ég nefndi áðan drauminn minn sem barn að verða fyrsta konan til að gera eitthvað. Nú hafa sem betur fer svo margar rutt brautina á hinum ýmsum sviðum að draumar mínir hafa breyst. Nú dreymir mig um að vinna í umhverfi þar sem ég er ekki fyrsta konan heldur ein af mörgum í umhverfi þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Það á ekki að vera bara pláss fyrir eina konu við borðið, það er nóg pláss fyrir okkur allar! Verum óhræddar við að taka það pláss sem við eigum skilið! Treystum því að við séum nóg og leyfum samfélaginu ekki að brjóta okkur niður. Hættum að vera hræddar við að gera mistök, minnkum pressuna á okkur sjálfar. Við þurfum ekki að vera fullkomnar! Höfundur er ráðstefnustjóri UAK og greinin er unnin úr opnunarræðu hennar á ráðstefnu UAK Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun