Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 17:28 Mótmælendur krefjast aðstoðar alþjóðasamfélagsins fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar. EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. Moe Tun flutti tilfinningaþrungna ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag og sagði hann að enginn ætti að starfa með hernum fyrr en hann skilaði völdum aftur til lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsins. Frá því að herinn framdi valdarán hafa hundruð þúsunda mótmælt valdaráninu, bæði innan landsins og utan þess. Mótmælendur hafa mætt mikilli mótstöðu hersins og hefur stjórnin gefið út tilskipun um að allir þekktir mótmælendur skuli handteknir tafarlaust. Þá gaf herforingjastjórnin út tilskipun þess efnis að herinn þyrfti ekki samþykki dómstóla, eins og áður, til þess að framkvæma leit á heimilum og öðrum einkaeignum fólks. Í gær fóru fram fjölmenn mótmæli í landinu sem herinn svaraði af fullu afli. Fjölmiðlar í Mjanmar segja að tugir mótmælenda hafi verið handteknir og að kona hafi orðið fyrir byssuskoti í borginni Monwya. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um ástand og líðan hennar. Í kjölfar valdaránsins 1. febrúar síðastliðinn voru allir meðlimir ríkisstjórnarinnar, og fleiri háttsettir einstaklingar innan opinbera kerfisins, handteknir. Þar á meðal er Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins. Moe Tun hvatti alþjóðasamfélagið í ræðu sinni í gær til þess að beita öllum mögulegum leiðum til þess að koma hernum frá valdastóli og koma lýðræðinu aftur á fót. Moe Tun sagðist einnig fulltrúi ríkisstjórnar Suu Kyi, sem hefur að öllum líkindum ekki fallið í kramið hjá herforingjastjórninni. Til þess að ítreka andstöðu sína við herforingjastjórnina lyfti Moe Tun upp þremur fingrum, merki sem andstæðingar herforingjastjórnarinnar hafa tileinkað sér og er merki um andstöðu gegn alræðisvaldi. Tilkynnt var um það að Moe Tun hafi verið rekinn frá störfum í ríkissjónvarpi Mjanmar í morgun. Þar kom fram að hann hafi „svikið landið og talað máli óopinberrar hreyfingar sem er ekki í forsvari fyrir landið“ og að hann hafi „misnotað vald sitt og skyldur sínar sem sendiherra.“ Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Moe Tun flutti tilfinningaþrungna ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag og sagði hann að enginn ætti að starfa með hernum fyrr en hann skilaði völdum aftur til lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsins. Frá því að herinn framdi valdarán hafa hundruð þúsunda mótmælt valdaráninu, bæði innan landsins og utan þess. Mótmælendur hafa mætt mikilli mótstöðu hersins og hefur stjórnin gefið út tilskipun um að allir þekktir mótmælendur skuli handteknir tafarlaust. Þá gaf herforingjastjórnin út tilskipun þess efnis að herinn þyrfti ekki samþykki dómstóla, eins og áður, til þess að framkvæma leit á heimilum og öðrum einkaeignum fólks. Í gær fóru fram fjölmenn mótmæli í landinu sem herinn svaraði af fullu afli. Fjölmiðlar í Mjanmar segja að tugir mótmælenda hafi verið handteknir og að kona hafi orðið fyrir byssuskoti í borginni Monwya. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um ástand og líðan hennar. Í kjölfar valdaránsins 1. febrúar síðastliðinn voru allir meðlimir ríkisstjórnarinnar, og fleiri háttsettir einstaklingar innan opinbera kerfisins, handteknir. Þar á meðal er Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins. Moe Tun hvatti alþjóðasamfélagið í ræðu sinni í gær til þess að beita öllum mögulegum leiðum til þess að koma hernum frá valdastóli og koma lýðræðinu aftur á fót. Moe Tun sagðist einnig fulltrúi ríkisstjórnar Suu Kyi, sem hefur að öllum líkindum ekki fallið í kramið hjá herforingjastjórninni. Til þess að ítreka andstöðu sína við herforingjastjórnina lyfti Moe Tun upp þremur fingrum, merki sem andstæðingar herforingjastjórnarinnar hafa tileinkað sér og er merki um andstöðu gegn alræðisvaldi. Tilkynnt var um það að Moe Tun hafi verið rekinn frá störfum í ríkissjónvarpi Mjanmar í morgun. Þar kom fram að hann hafi „svikið landið og talað máli óopinberrar hreyfingar sem er ekki í forsvari fyrir landið“ og að hann hafi „misnotað vald sitt og skyldur sínar sem sendiherra.“
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54
Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25
Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24