Ofsahræðsla við hamfarir Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 1. mars 2021 08:00 Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar