Sóley Dröfn Davíðsdóttir

Fréttamynd

Upprætum óttann við óttann

Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur.

Skoðun
Fréttamynd

Ert þú „svo­lítið OCD“?

Stundum lætur fólk þau orð falla að það sé „svolítið OCD“ og á þá við að það vilji hafa allt í röð og reglu eða séu miklir snyrtipinnar. Þótt því beri að fagna að fólk gangi vel um og þyki það hið eðlilegasta mál að vera með þráhyggju og áráttu (OCD), geta slík ummæli grafið undan skilningi á vandanum. 

Skoðun
Fréttamynd

Þegar kvíðinn tekur völdin

Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða.

Skoðun
Fréttamynd

Vitundar­vakning um fé­lags­fælni

Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD

ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­elti tekið á sál­fræðinni

Þegar ég var í framhaldssnámi í sálfræði skrifaði ég ritgerð um leiðir sálfræðinnar til að uppræta einelti. Ég lá yfir rannsóknum á sviðinu og varð nokkurs vísari. Þegar ég heyri af alvarlegum eineltismálum spyr ég mig hvort þessi þekking hafi komist til skila.

Skoðun
Fréttamynd

Ofsa­hræðsla við ham­farir

Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkur orð um mikil­vægi geð­greininga

Reglulega heyrast þær raddir að óeðlileg aukning hafi orðið í greiningum á geðröskunum undanfarin ár og minnstu frávik, sem áður þóttu eðlileg, orðið sjúkdómsvædd.

Skoðun
Fréttamynd

Um andlega mengun

Ímyndaðu þér að þú hafir verið að skemmta þér og standir upp við húsvegg og bíðir eftir leigubíl. Þú sérð mann koma slagandi í átt að þér með skyrtuna upp úr buxunum. Hann er illa rakaður og af honum leggur sterka lykt af áfengi og svita. Hann gengur upp að þér og horfir stíft í augun á þér.

Skoðun