Þegar kvíðinn tekur völdin Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 15. júní 2024 09:30 Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða. Hóflegur kvíði er nátengdur samviskusemi þannig að við leggjum okkur fram í vinnu, búum okkur undir próf og vöndum framkomu okkar. Hjá sumum okkar verður kvíðinn hins vegar óhóflegur þannig að hann fer að ræsast í tíma og ótíma, þótt engin raunveruleg ógn sé til staðar. Þá telur kvíðinn okkur trú um að alls konar slæmt geti gerst ef við hlýðum honum ekki í einu og öllu; sótthreinsum á okkur hendurnar, margyfirförum tölvupósta og leitum til læknis í hundraðasta skiptið. Eftir því sem við látum meira eftir kvíðanum færir hann sig upp á skaptið. Ef það var nóg að yfirfara læsingar þrisvar sinnum í gær er vissara að gera það fjórum sinnum í dag. Ef ég fékk kvíðakast í Kringlunni í gær, er vissara að sniðganga Smáralindina líka. Svo fer kvíðinn að sá efasemdum um stórt og smátt. Gerðir þú mistök í vinnunni í gær? Gætir þú hafa keyrt á einhvern á leiðinni heim? Hvað ef þú missir stjórn á þér? Er eðlilegt að hugsa svona? Áttu kannski eftir að bilast? Á endanum fer öll orkan í það að berjast við hugsanirnar, yfirfara hluti og passa sig á því sem kvíðinn hótar okkur með. Við erum þá komin í þrotlausa og illa launaða vinnu fyrir Kvíða ehf. Og kvíðinn er harður húsbóndi. Kvíðinn er lygalaupur Eins sannfærandi og kvíðinn kann að virðast er sjaldnast innistæða fyrir hótunum hans. Þótt við vitum það með skynseminni er tilfinningin á öðru máli. Hræðslan tekur völdin af skynsamasta fólki; fær foreldri til að flýja í ofboði undan býflugu eða hringja á sjúkrabíl þegar kvíðakast gerir vart við sig. Enda er kvíðaviðbragðinu ætlað að hvetja okkur til að bregðast hratt og vel við þegar hætta er fyrir hendi. Skynsemin ein og sér nægir því sjaldnast til að kveða kvíðann niður. Við vitum að ólíklegt sé að við förumst í flugslysi eða að höfuðverkur undanfarinna daga stafi af heilaæxli. Samt getum við óttast það. Flestir sem glíma við óhóflegan kvíða hafa reynt að brjótast út úr viðjum kvíðans með einum eða öðrum hætti, láta af áhyggjum og óhlýðnast kvíðanum. Ef þetta væri svona einfalt væri vart nokkur maður með kvíðanvanda. Raunin er önnur því þriðji hver maður glímir við kvíðavanda einhvern tímann á lífsleiðinni sem oftar en ekki verður langvinnur án aðstoðar. Það er erfitt að ráða bót á kvíðanum á eigin spítur og ekki sama hvernig það er gert eigi langvinnur árangur að nást. Fokk kvíði Við eigum það til að taka of mikið mark á kvíðanum, líta á hann sem raunverulega ógn sem halda beri í skefjum. Kvíðinn er hins vegar meinalaust, en óþægilegt, viðbragð sem stuðlað hefur að afkomu mannsins í áranna rás. Þegar kvíðinn ræsist er hann í raun að spyrja okkur hvort eitthvað sé hættulegt. Ef við bregðumst við líkt og um hættu sé að ræða erum við að staðfesta að hættu hafi steðjað að og stuðla að því kvíðinn ræsist aftur í svipuðum aðstæðum. Því skiptir sköpum að fara óhikað gegn kvíðanum og gera öfugt við það sem hann krefst. Sýna honum hver er við stjórnvölinn. Með því móti sendum við skýr skilaboð um að ekki sé ástæða til að hræðast það sem um ræðir. Þumalfingursreglan er því að gera öfugt við það sem kvíðinn vill, að því gefnu að ekki sé um aðstæður að ræða, sem flestir myndu álíta hættulegar. Því oftar sem við sækjum í kvíðvænlegar aðstæður, því minni verður kvíðinn þegar til lengdar lætur. Ekki borgar sig að gera neitt til að kveða kvíðann niður enda líður hann á endanum hjá ef ekkert er að gert. Að lokum ber þess þó að geta að fólk getur þurft aðstoð til að gera þetta markvisst og má ná sérlega góðum árangri með hugrænni atferlismeðferð við kvíðavanda. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar