Vitundarvakning um félagsfælni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 10:31 Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar