Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 15:30 Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun