Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 11:33 Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Netsvik eru ekki á óskalistanum hjá neinum og það er ekki þannig að þau hendi eingöngu aðra en okkur, eins og okkur hættir til að hugsa. Það er síðan ekki víst að „þetta reddist“ ef við á annað borð lendum í svikum. Mikilvægt er að hafa í huga að „klikka ekki“ og klikka því ekki á SMS-hlekki nema við séum viss um að hlekkurinn sé ekki sprengja í dulargervi og við sitjum eftir með sárt ennið og fjártjón. Mikilvægt er að hafa í huga að bæði vinaleg og ákveðin SMS-skilaboð frá sendlinum okkar eða póstdreifingafyrirtæki eru oft á tíðum frá einhverjum allt öðrum. Aðilum sem þú vilt ekki kynnast. Því miður hafa SMS-svik færst í aukana og á bak við þau eru oft óprúttnir aðilar að reyna að svíkja af okkur fé og komast yfir upplýsingar um okkur. Þegar við fjölskyldan dvöldum við háskólanám í Bandaríkjunum, fyrir rúmum áratug, var netverslun ekki sérlega útbreidd á Íslandi, og þá hafði hin nýja árstíð ekki fest sig í sessi hér heima. Á þessum tíma duttum við (auðvitað) í þá hjarðhegðun Bandaríkjamanna að panta allt á netinu og nutum hinnar fimmtu árstíðar alveg í botn. Við kynntumst sendlinum okkar, í póstnúmeri 33134, honum Julian hjá UPS, óhjákvæmilega sérlega vel. Mögulega vandræðalega vel. Julian var nánast orðinn einn af fjölskyldunni. Alltaf jafn kurteis og fyndinn, vinkaði okkur og flautaði úti á götu, syni okkar til mikillar hrifningar. Þegar hann kom við á aðfangadag með síðustu jólasendinguna buðum við honum upp á Nóa konfekt. Við hjónin höfum, eins og flestir aðrir, fengið SMS-hlekki í skilaboðum og þá segjum við gjarnan: „Mundu að það er enginn eins og Julian – hann er alvöru“. Nú þegar „svartur föstudagur“ og „netmánudagur“ nálgast óðfluga fyllist netið af tilboðum – og því miður líka af svikatilraunum! Óheiðarlegir aðilar senda falskar SMS-tilkynningar sem aldrei fyrr. Þeir segjast oft þurfa greiðslu fyrir sendingu, eða biðja um að þú smellir á hlekk til að staðfesta pöntun og setja inn kortanúmer eða aðrar persónuupplýsingar. Á bak við slíka hlekki leynast oftar en ekki gildrur. Um þekkta leið er að ræða til að komast yfir kortanúmer eða persónuupplýsingar. Enginn vill lenda í netsvikum, en við getum öll orðið fyrir þeim. Stýrum áhættunni, verum á varðbergi og smellum ekki á hlekki í SMS nema við séum jafn viss og þegar við athugum hvort hurðin sé læst… tvisvar eða jafnvel þrisvar. Aldrei er of varlega farið í þessum efnum og það er ekkert grín að láta hafa af sér fé. Mikilvægt er að hafa í huga: Smelltu aldrei á hlekki í SMS eða tölvupóstum nema þú sért 100% viss um upprunann. Varastu SMS sem tala um greiðslur eða „ógreiddar sendingar“. Athugaðu netfang sendanda, símanúmerið og stafsetningu. Svikapóstar eða -skilaboð innihalda oft lítil frávik, sem er ætlað að blekkja augað. Ekki smella á hlekki sem koma úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Hafðu sérstakan vara á þér gagnvart númerum sem þú þekkir ekki og sérstaklega erlendum símanúmerum. Þú getur valið að svara ekki símanúmerum sem þú þekkir ekki. Ef þú svarar vertu þá á varðbergi ef þú ert beðinn um einhverjar persónulegar upplýsingar og leggðu á ef þig grunar eitthvað misjafnt. Og síðast en ekki síst: Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt ekki satt! Gylliboð úr takt við raunveruleikann eru oft ekki annað en gildrur til þess að svíkja út úr okkur fé. Um leið og læðist að þér grunur að þú hafir orðið fyrir svikum er nauðsynlegt að bregðast við tafarlaust. Hafðu samband við bankann eða kortafyrirtækið og lögreglu eftir atvikum. Það getur verið mikilvægt að loka kortunum strax og breyta lykilorðum. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sff.is, má finna fleiri hollráð gegn netsvikum sem og próf til að kanna þína þekkingu á vörnum gegn netsvikum. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Netglæpir Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Netsvik eru ekki á óskalistanum hjá neinum og það er ekki þannig að þau hendi eingöngu aðra en okkur, eins og okkur hættir til að hugsa. Það er síðan ekki víst að „þetta reddist“ ef við á annað borð lendum í svikum. Mikilvægt er að hafa í huga að „klikka ekki“ og klikka því ekki á SMS-hlekki nema við séum viss um að hlekkurinn sé ekki sprengja í dulargervi og við sitjum eftir með sárt ennið og fjártjón. Mikilvægt er að hafa í huga að bæði vinaleg og ákveðin SMS-skilaboð frá sendlinum okkar eða póstdreifingafyrirtæki eru oft á tíðum frá einhverjum allt öðrum. Aðilum sem þú vilt ekki kynnast. Því miður hafa SMS-svik færst í aukana og á bak við þau eru oft óprúttnir aðilar að reyna að svíkja af okkur fé og komast yfir upplýsingar um okkur. Þegar við fjölskyldan dvöldum við háskólanám í Bandaríkjunum, fyrir rúmum áratug, var netverslun ekki sérlega útbreidd á Íslandi, og þá hafði hin nýja árstíð ekki fest sig í sessi hér heima. Á þessum tíma duttum við (auðvitað) í þá hjarðhegðun Bandaríkjamanna að panta allt á netinu og nutum hinnar fimmtu árstíðar alveg í botn. Við kynntumst sendlinum okkar, í póstnúmeri 33134, honum Julian hjá UPS, óhjákvæmilega sérlega vel. Mögulega vandræðalega vel. Julian var nánast orðinn einn af fjölskyldunni. Alltaf jafn kurteis og fyndinn, vinkaði okkur og flautaði úti á götu, syni okkar til mikillar hrifningar. Þegar hann kom við á aðfangadag með síðustu jólasendinguna buðum við honum upp á Nóa konfekt. Við hjónin höfum, eins og flestir aðrir, fengið SMS-hlekki í skilaboðum og þá segjum við gjarnan: „Mundu að það er enginn eins og Julian – hann er alvöru“. Nú þegar „svartur föstudagur“ og „netmánudagur“ nálgast óðfluga fyllist netið af tilboðum – og því miður líka af svikatilraunum! Óheiðarlegir aðilar senda falskar SMS-tilkynningar sem aldrei fyrr. Þeir segjast oft þurfa greiðslu fyrir sendingu, eða biðja um að þú smellir á hlekk til að staðfesta pöntun og setja inn kortanúmer eða aðrar persónuupplýsingar. Á bak við slíka hlekki leynast oftar en ekki gildrur. Um þekkta leið er að ræða til að komast yfir kortanúmer eða persónuupplýsingar. Enginn vill lenda í netsvikum, en við getum öll orðið fyrir þeim. Stýrum áhættunni, verum á varðbergi og smellum ekki á hlekki í SMS nema við séum jafn viss og þegar við athugum hvort hurðin sé læst… tvisvar eða jafnvel þrisvar. Aldrei er of varlega farið í þessum efnum og það er ekkert grín að láta hafa af sér fé. Mikilvægt er að hafa í huga: Smelltu aldrei á hlekki í SMS eða tölvupóstum nema þú sért 100% viss um upprunann. Varastu SMS sem tala um greiðslur eða „ógreiddar sendingar“. Athugaðu netfang sendanda, símanúmerið og stafsetningu. Svikapóstar eða -skilaboð innihalda oft lítil frávik, sem er ætlað að blekkja augað. Ekki smella á hlekki sem koma úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Hafðu sérstakan vara á þér gagnvart númerum sem þú þekkir ekki og sérstaklega erlendum símanúmerum. Þú getur valið að svara ekki símanúmerum sem þú þekkir ekki. Ef þú svarar vertu þá á varðbergi ef þú ert beðinn um einhverjar persónulegar upplýsingar og leggðu á ef þig grunar eitthvað misjafnt. Og síðast en ekki síst: Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt ekki satt! Gylliboð úr takt við raunveruleikann eru oft ekki annað en gildrur til þess að svíkja út úr okkur fé. Um leið og læðist að þér grunur að þú hafir orðið fyrir svikum er nauðsynlegt að bregðast við tafarlaust. Hafðu samband við bankann eða kortafyrirtækið og lögreglu eftir atvikum. Það getur verið mikilvægt að loka kortunum strax og breyta lykilorðum. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sff.is, má finna fleiri hollráð gegn netsvikum sem og próf til að kanna þína þekkingu á vörnum gegn netsvikum. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun