Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir skrifa 25. nóvember 2025 09:00 Á árinu 2026 mun fasteignamat íbúða (A-skattur) hækka að meðaltali um 9,2% fyrir landið en 12,3% í Reykjanesbæ. Hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis (C-skattur) verður að meðaltali 5,4% fyrir landið en 10,5% í Reykjanesbæ. Það er miður að sjá svona miklar hækkanir á fasteignamatinu milli ára, en hækkanirnar koma frá útreikningum HMS vegna breytinga á húsnæðismarkaði, eins og vegna fjölgunar á húsnæði og hækkun á virði fasteigna. Það má alveg deila um þessa aðferðafræði en hækkun á fasteignamati er ekki ákvörðun sveitarfélaga og hér eru sveitarfélögin ekki að „hækka skatta“, það er einfaldlega rangt. Húsnæðismarkaðurinn leiðir af sér hækkunina. Sveitarfélög geta þó komist til móts við íbúa og haft áhrif á hversu mikið íbúar greiða með því að minnka álagningarhlutfall fasteignaskattsins. Það hefur meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gert undanfarin átta ár þar sem við höfum lækkað álagningarhlutfall (A-skatts) úr 0,36% í 0,25% og álagningarhlutfall á atvinnuhúsnæði (C-skatts) úr 1,65% í 1,45%. Samhliða þessum aðgerðum minnka tekjur til bæjarsjóðs sem þýðir að við getum framkvæmt minna. Þetta er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni. Fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2026 kaus meirihluti bæjarstjórnar að skoða vandlega hvaða svigrúm væri til lækkunar á álagningarhlutfallinu án þess að það myndi bitna á rekstri sveitarfélagsins. Það er ábyrg fjármálastjórnun, sérstaklega í ljósi þess að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna. Við í meirihlutanum teljum þó mjög mikilvægt að koma til móts við íbúa Reykjanesbæjar vegna þeirrar miklu hækkunar sem er á fasteignamatinu milli ára og munum því lækka álagningarhlutfall A-skatts enn frekar, úr 0,25% í 0,23%. C-skattur atvinnuhúsnæðis helst óbreyttur í 1,45%. Til samanburðar ef við horfum til annarra sveitarfélaga árið 2025: Reykjanesbær er með þessum breytingum að lækka A-skattinn til móts við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbær mun ekki lækka álagningarhlutfall á C-skatti en sveitarfélagið er með lægra hlutfall en önnur sambærileg sveitarfélög, fyrir utan Hafnarfjörð. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbær er því að draga úr álögum á íbúa eins og hægt er, líkt og hefur verið gert undanfarin kjörtímabil. Allt tal um annað er einfaldlega að slá ryki í augu íbúa. Höfundar mynda meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar - Samfylking, Framsókn og Bein leið. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu 2026 mun fasteignamat íbúða (A-skattur) hækka að meðaltali um 9,2% fyrir landið en 12,3% í Reykjanesbæ. Hækkun fasteignamats atvinnuhúsnæðis (C-skattur) verður að meðaltali 5,4% fyrir landið en 10,5% í Reykjanesbæ. Það er miður að sjá svona miklar hækkanir á fasteignamatinu milli ára, en hækkanirnar koma frá útreikningum HMS vegna breytinga á húsnæðismarkaði, eins og vegna fjölgunar á húsnæði og hækkun á virði fasteigna. Það má alveg deila um þessa aðferðafræði en hækkun á fasteignamati er ekki ákvörðun sveitarfélaga og hér eru sveitarfélögin ekki að „hækka skatta“, það er einfaldlega rangt. Húsnæðismarkaðurinn leiðir af sér hækkunina. Sveitarfélög geta þó komist til móts við íbúa og haft áhrif á hversu mikið íbúar greiða með því að minnka álagningarhlutfall fasteignaskattsins. Það hefur meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gert undanfarin átta ár þar sem við höfum lækkað álagningarhlutfall (A-skatts) úr 0,36% í 0,25% og álagningarhlutfall á atvinnuhúsnæði (C-skatts) úr 1,65% í 1,45%. Samhliða þessum aðgerðum minnka tekjur til bæjarsjóðs sem þýðir að við getum framkvæmt minna. Þetta er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni. Fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2026 kaus meirihluti bæjarstjórnar að skoða vandlega hvaða svigrúm væri til lækkunar á álagningarhlutfallinu án þess að það myndi bitna á rekstri sveitarfélagsins. Það er ábyrg fjármálastjórnun, sérstaklega í ljósi þess að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna. Við í meirihlutanum teljum þó mjög mikilvægt að koma til móts við íbúa Reykjanesbæjar vegna þeirrar miklu hækkunar sem er á fasteignamatinu milli ára og munum því lækka álagningarhlutfall A-skatts enn frekar, úr 0,25% í 0,23%. C-skattur atvinnuhúsnæðis helst óbreyttur í 1,45%. Til samanburðar ef við horfum til annarra sveitarfélaga árið 2025: Reykjanesbær er með þessum breytingum að lækka A-skattinn til móts við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbær mun ekki lækka álagningarhlutfall á C-skatti en sveitarfélagið er með lægra hlutfall en önnur sambærileg sveitarfélög, fyrir utan Hafnarfjörð. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbær er því að draga úr álögum á íbúa eins og hægt er, líkt og hefur verið gert undanfarin kjörtímabil. Allt tal um annað er einfaldlega að slá ryki í augu íbúa. Höfundar mynda meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar - Samfylking, Framsókn og Bein leið. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun