Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar 25. nóvember 2025 08:02 „Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur á tónleika í kvöld?“ spyr ungur maður vin sinn. „Hljómar vel, er eitthvað í gangi á Kex?“ svarar vinurinn. „Nei, þeir halda enga tónleika lengur, eru bara hostel.“ – „Ok, hvað með Lemmys?“ halda þeir áfram. „Nei, það virkar ekki heldur. Borgin bannaði þeim að halda tónleika á útisvæðinu sínu“ – „Jesús, ok, hvað með Bird?“ spyr vinurinn, orðinn frekar pirraður. „Nei, þeir eru að loka, reksturinn gekk ekki.“ Þetta kann að hljóma eins og útdráttur úr frekar niðurdrepandi bók en þetta er því miður blákaldur veruleikinn í dag. Staðan er orðin slík að rekstur bara, veitingastaða og skemmtistaða er ekki bara hark og erfiði, hann er orðinn nær ómögulegur. Á sama tíma og við sem samfélag ræðum aftur og aftur um skort á mannlegum tengingum á gervihnattaöld, að ungt fólk sé að einangrast og líti ekki upp úr símunum sínum og öll þau neikvæðu áhrif á geðheilsu ungs fólks sem þetta hefur þá erum við sem samfélag að gera okkar allra besta til þess að drepa marga þá staði þar sem ungt fólk kemur saman í raunheimum. Dæmin frá sögunni í upphafi eru bara lítill hluti af þeim ótalmörgu dæmum frá síðustu árum þar sem rekstur slíkra staða hefur annar hvort verið skertur eða lagður af alfarið. Þótt það hafi alltaf verið, og muni sennilega alltaf vera, ákveðið hark að reka skemmtistaði þá getum við sem samfélag ákveðið að gera það fýsilegra - eða ekki. Staðan er sú að bæði ríki og sveitarfélög virðast staðráðin í að ganga að þessum stöðum dauðum, aðgerðir þeirra er allavega erfitt að skilja öðruvísi. Áfengisgjöld hækka á hverju ári, kjarasamningar taka engin mið af raunveruleika greinarinnar, heilbrigðiseftirlitið bannar stöðum að opna fyrir litlar sakir, leyfisveitingakerfið tekur marga mánuði en ekki fær rekstraraðilinn afslátt af leigu þann tíma, nágrannar staða í miðbæ Reykjavíkur fá að ráðskast með reksturinn sökum “hljóðmengunar” og svo mætti lengi telja áfram. Við í Uppreisn biðlum til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að einsetja sér að vera í liði með atvinnulífinu og þeim rekstraraðilum sem leggja allt sitt undir til að auðga líf og menningu í borgum og bæjum landsins. Það eru ótalmargar aðgerðir sem hægt væri að ráðast í til þess að gera það. Að lækka áfengisgjaldið, einfalda regluverkið og leyfisveitingaferlið, heimila opnun staða áður en öll tilskilin leyfi eru komin í hús og endurhugsa nábýlisréttinn á stöðum eins og miðbæ Reykjavíkur væri sem dæmi góð byrjun. En fyrst og fremst þarf ákveðna viðhorfsbreytingu. Við þurfum að hvetja fólk til að fara í rekstur frekar en að letja, við þurfum að temja okkur að segja „já, og“ frekar „nei, en“ og við þurfum að átta okkur á því að líf og menning gerist ekki að sjálfu sér. Við þurfum öll að hlúa að henni saman, en ekki bara að treysta á að einhver annar reddi henni fyrir okkur. Oddgeir Páll Georgsson, Sverrir Páll Einarsson, Una Rán Tjörvadóttir, María Malmquist, Arnar Steinn Þórarinsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Ísak Leon Júlíusson og Úlfur Atli Stefaníuson. Höfundar skipa stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun