Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 11:21 Leikmaður ÍR skokkar til baka eftir að hafa sett niður þriggja stiga körfu. Szymon virðist tilbúinn að bregða fæti fyrir leikmanninn. Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur. Atvikið, sem sjá má í myndbandinu að neðan, hefur vakið mikla athygli í körfuboltaheiminum. Eftir vel útfærða sókn ÍR-inga skorar einn leikmanna liðsins þriggja stiga körfu úti við hliðarlínu við varamannabekk Skallagríms. Varð munur liðanna þá fimmtíu stig og missti þjálfarinn stjórn á skapi sínu, eins og hann kemst sjálfur að orði. Þegar leikmaður ÍR skokkar til baka bregður Szymon fæti fyrir hann. Drengurinn féll þó ekki til jarðar en vel vakandi dómari tók eftir bragði þjálfarans og rak hann úr húsi. Szymon tjáir sig um atvikið í hópnum Dominos-spjallið á Facebook þar sem körfuknattleiksunnendur skiptast á skoðunum um allt það sem kemur íþróttinni við. Hann segir ákvörðun dómarans að vísa sér úr húsi hafa verið hárrétta. Vissi strax hversu mikil skita þetta var „Ég er þakklátur að við áttum einn dómara með dómaraþekkingu sem brást rétt við en það er ekki alltaf gefins úti á landi,“ segir Szymon. Hann hafi ekki átt skilið að vera inni á vellinum. „Ég fór inn í klefa og vissi strax hversu mikil skita þetta var.“ Hann sé mikill keppnismaður, langi alltaf til að vinna og sé mikil tilfinningavera þegar komi að körfuboltanum. Svona hegðun eigi þó ekki heima í þjálfun. Hann hafi strax eftir leik beðið ÍR-strákana afsökunar og þjálfara þeirra sem og dómara leiksins. „Ég vissi strax eftir leik að þetta (væri) hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi. Þegar ég kem heim þá tala ég við kærustu mína og segi henni strax að ég á að segja upp og finna út úr þessu og vinna í sjálfum mér. Daginn eftir talaði ég við Skallagrím og við tökum ákvörðun um að ég hætti að þjálfa. Ég elska að þjálfa og mun halda áfram að gera það en ég veit að svona má ekki gerast aftur og ég mun vinna í sjálfum mér til að verða betri.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það sameiginleg ákvörðun körfuknattleiksdeildar og Szymons að hann léti af störfum. Hneyksluð á viðbrögðum Viðbrögðin í Dominos-spjallinu standa ekki á sér. Upp til hópa hrósar körfuboltaáhugafólk Szymon fyrir viðbrögðin. Ekki eru þó allir sáttir og meðal þeirra er Elín Lára Reynisdóttir, þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, er þeirrar skoðunar að fólk eigi að hætta að hrósa Szymon fyrir viðbrögðin. „Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard.“ Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard. pic.twitter.com/w6LxAk8y9C— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) February 27, 2021 Borgarbyggð Körfubolti Skallagrímur ÍR Íþróttir barna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Atvikið, sem sjá má í myndbandinu að neðan, hefur vakið mikla athygli í körfuboltaheiminum. Eftir vel útfærða sókn ÍR-inga skorar einn leikmanna liðsins þriggja stiga körfu úti við hliðarlínu við varamannabekk Skallagríms. Varð munur liðanna þá fimmtíu stig og missti þjálfarinn stjórn á skapi sínu, eins og hann kemst sjálfur að orði. Þegar leikmaður ÍR skokkar til baka bregður Szymon fæti fyrir hann. Drengurinn féll þó ekki til jarðar en vel vakandi dómari tók eftir bragði þjálfarans og rak hann úr húsi. Szymon tjáir sig um atvikið í hópnum Dominos-spjallið á Facebook þar sem körfuknattleiksunnendur skiptast á skoðunum um allt það sem kemur íþróttinni við. Hann segir ákvörðun dómarans að vísa sér úr húsi hafa verið hárrétta. Vissi strax hversu mikil skita þetta var „Ég er þakklátur að við áttum einn dómara með dómaraþekkingu sem brást rétt við en það er ekki alltaf gefins úti á landi,“ segir Szymon. Hann hafi ekki átt skilið að vera inni á vellinum. „Ég fór inn í klefa og vissi strax hversu mikil skita þetta var.“ Hann sé mikill keppnismaður, langi alltaf til að vinna og sé mikil tilfinningavera þegar komi að körfuboltanum. Svona hegðun eigi þó ekki heima í þjálfun. Hann hafi strax eftir leik beðið ÍR-strákana afsökunar og þjálfara þeirra sem og dómara leiksins. „Ég vissi strax eftir leik að þetta (væri) hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi. Þegar ég kem heim þá tala ég við kærustu mína og segi henni strax að ég á að segja upp og finna út úr þessu og vinna í sjálfum mér. Daginn eftir talaði ég við Skallagrím og við tökum ákvörðun um að ég hætti að þjálfa. Ég elska að þjálfa og mun halda áfram að gera það en ég veit að svona má ekki gerast aftur og ég mun vinna í sjálfum mér til að verða betri.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það sameiginleg ákvörðun körfuknattleiksdeildar og Szymons að hann léti af störfum. Hneyksluð á viðbrögðum Viðbrögðin í Dominos-spjallinu standa ekki á sér. Upp til hópa hrósar körfuboltaáhugafólk Szymon fyrir viðbrögðin. Ekki eru þó allir sáttir og meðal þeirra er Elín Lára Reynisdóttir, þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, er þeirrar skoðunar að fólk eigi að hætta að hrósa Szymon fyrir viðbrögðin. „Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard.“ Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard. pic.twitter.com/w6LxAk8y9C— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) February 27, 2021
Borgarbyggð Körfubolti Skallagrímur ÍR Íþróttir barna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira