Engin breyting var versta niðurstaðan Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2021 13:02 Breiðablik og FH spila í 12 liða efstu deild í sumar, alls 22 umferðir. Tillögur um að breyta fyrirkomulaginu fyrir tímabilið 2022 voru felldar á ársþingi KSÍ. „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. Kosið var um tvær tillögur að breytingum á deildinni á ársþingi KSÍ um helgina en hvorug hlaut nægt fylgi. Tillaga stjórnar KSÍ gerði ráð fyrir að hafa áfram 12 lið í deildinni en fjölga leikjum um fimm fyrir hvert lið, með því að skipta deildinni í tvennt að 22 umferðum loknum og spila úrslitakeppni. Tillaga Fram snerist um að fjölga liðum úr 12 í 14 svo að hvert lið fengi 26 leiki. Leikmenn vilja fjölga leikjum Báðar tillögur nutu meirihlutafylgis en lagabreytingatillögur á borð við þessar þurfa 2/3 hluta atkvæða. Hvorug tillagan náði þeim fjölda. „Ég get ekki talað fyrir hönd allra leikmanna en af samtölum mínum við þá að dæma er þetta versta niðurstaðan; engin niðurstaða,“ segir Arnar Sveinn. Fyrir rúmu ári síðan gerðu Leikmannasamtök Íslands könnun á meðal leikmanna í efstu deild karla þar sem fram kom að mikill meirihluti, eða 93,5% þeirra sem tóku afstöðu, vildu fjölga leikjum í deildinni. Eins og á ársþingi KSÍ voru hins vegar skiptar skoðanir um með hvaða hætti ætti að fjölga leikjum. Leikmannasamtökin munu á næstunni senda út nýja könnun meðal félagsmanna til að kanna afstöðu til breytinga, bæði í efstu deild karla og kvenna. „Við erum hálft árið að æfa og spila æfingamót. Það er kominn tími og rúmlega það á að þessu verði breytt. Það er miður að það hafi ekki tekist að koma því í gegn núna en það er ekki útséð með að það komi tillaga sem gæti tekið gildi strax frá og með næsta ársþingi. Miðað við hvernig umræðurnar voru á þinginu finnst mér þó ansi langt á milli ákveðinni aðila. Umræðan varð fljótt pínu leiðinleg og ekki til að sameina menn,“ segir Arnar Sveinn. Á að taka málið úr höndum þingsins? „Það er gegnumgangandi þannig að allir vilja sjá breytingar og fleiri leiki en þetta endar með pattstöðu og við komumst ekki áfram. Þá er spurningin; á að taka þetta úr höndum þingsins og setja þetta í hendur faghóps sem fengi fullt umboð til að ákveða niðurstöðu? Það væri þá svipað og stjórn KSÍ gerði enda starfar hún í umboði félaganna, en tillaga hennar var svo felld. Hvenær verðum við öll sammála? Það eru alltaf einhverjir hagsmunir sem þvælast fyrir, þó að menn segi að þeir trufli ekki. Þetta er erfitt þegar það eru raunverulegir hagsmunir í húfi og kannski er núverandi farvegur ekki réttur til að taka þessa ákvörðun,“ segir Arnar Sveinn. Leikmenn ekki með í ráðum Arnar Sveinn bendir á að það sé miður að í starfshópnum sem stjórn KSÍ skipaði, og lagði fram fyrrgreinda tillögu um úrslitakeppni, hafi ekki verið neinn fulltrúi leikmanna: „En það er svo sem gömul saga og ný – leikmenn mæta afgangi þegar verið er að skoða hluti sem tengjast fótboltanum.“ Pepsi Max-deild karla KSÍ Tengdar fréttir Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Kosið var um tvær tillögur að breytingum á deildinni á ársþingi KSÍ um helgina en hvorug hlaut nægt fylgi. Tillaga stjórnar KSÍ gerði ráð fyrir að hafa áfram 12 lið í deildinni en fjölga leikjum um fimm fyrir hvert lið, með því að skipta deildinni í tvennt að 22 umferðum loknum og spila úrslitakeppni. Tillaga Fram snerist um að fjölga liðum úr 12 í 14 svo að hvert lið fengi 26 leiki. Leikmenn vilja fjölga leikjum Báðar tillögur nutu meirihlutafylgis en lagabreytingatillögur á borð við þessar þurfa 2/3 hluta atkvæða. Hvorug tillagan náði þeim fjölda. „Ég get ekki talað fyrir hönd allra leikmanna en af samtölum mínum við þá að dæma er þetta versta niðurstaðan; engin niðurstaða,“ segir Arnar Sveinn. Fyrir rúmu ári síðan gerðu Leikmannasamtök Íslands könnun á meðal leikmanna í efstu deild karla þar sem fram kom að mikill meirihluti, eða 93,5% þeirra sem tóku afstöðu, vildu fjölga leikjum í deildinni. Eins og á ársþingi KSÍ voru hins vegar skiptar skoðanir um með hvaða hætti ætti að fjölga leikjum. Leikmannasamtökin munu á næstunni senda út nýja könnun meðal félagsmanna til að kanna afstöðu til breytinga, bæði í efstu deild karla og kvenna. „Við erum hálft árið að æfa og spila æfingamót. Það er kominn tími og rúmlega það á að þessu verði breytt. Það er miður að það hafi ekki tekist að koma því í gegn núna en það er ekki útséð með að það komi tillaga sem gæti tekið gildi strax frá og með næsta ársþingi. Miðað við hvernig umræðurnar voru á þinginu finnst mér þó ansi langt á milli ákveðinni aðila. Umræðan varð fljótt pínu leiðinleg og ekki til að sameina menn,“ segir Arnar Sveinn. Á að taka málið úr höndum þingsins? „Það er gegnumgangandi þannig að allir vilja sjá breytingar og fleiri leiki en þetta endar með pattstöðu og við komumst ekki áfram. Þá er spurningin; á að taka þetta úr höndum þingsins og setja þetta í hendur faghóps sem fengi fullt umboð til að ákveða niðurstöðu? Það væri þá svipað og stjórn KSÍ gerði enda starfar hún í umboði félaganna, en tillaga hennar var svo felld. Hvenær verðum við öll sammála? Það eru alltaf einhverjir hagsmunir sem þvælast fyrir, þó að menn segi að þeir trufli ekki. Þetta er erfitt þegar það eru raunverulegir hagsmunir í húfi og kannski er núverandi farvegur ekki réttur til að taka þessa ákvörðun,“ segir Arnar Sveinn. Leikmenn ekki með í ráðum Arnar Sveinn bendir á að það sé miður að í starfshópnum sem stjórn KSÍ skipaði, og lagði fram fyrrgreinda tillögu um úrslitakeppni, hafi ekki verið neinn fulltrúi leikmanna: „En það er svo sem gömul saga og ný – leikmenn mæta afgangi þegar verið er að skoða hluti sem tengjast fótboltanum.“
Pepsi Max-deild karla KSÍ Tengdar fréttir Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31
Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti