Erlent

Ein sprauta dragi veru­lega úr líkum á al­var­legum veikindum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bólusetningar gegn Covid-19 eru vel á veg komnar en yfir 20 milljónir hafa verið bólusettar.
Bólusetningar gegn Covid-19 eru vel á veg komnar en yfir 20 milljónir hafa verið bólusettar. epa/Ben Birchall

Ein sprauta af bóluefnum AstraZeneca eða Pfizer, sem bæði eru almennt gefin í tveimur skömmtum með nokkurra vikna millibili, dregur úr líkum á þörfinni á spítalainnlögn vegna Covid-19. Þetta hefur rannsókn sem gerð var á fólki yfir áttræðu í Englandi leitt í ljós.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir niðurstöður rannsóknarinnar afar góð tíðindi en yfir 20 milljónir Breta hafa fengið fyrri skammt bólusetningar við Covid-19.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Hancock að þáttur fyrri sprautunnar í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi gæti útskýrt hvers vegna gjörgæsluinnlögnum vegna Covid-19 hjá fóli yfir áttræðu hefði fækkað snarlega á síðustu vikum.

Þrátt fyrir þann fjölda sem hefur verið bólusettur í Bretlandi að undanförnu greindust 5.455 manns með veiruna þar í landi síðasta sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×